Fær 800 þúsund í eingreiðslu Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. akureyrarbær Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, fær um 800 þúsund krónur í eingreiðslu vegna afturvirkrar leiðréttingar á launum, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær viðauka við ráðningarsamning bæjarstjórans. Í viðaukanum felst að laun bæjarstjórans taka frá júní 2016 mið af breytingum á launavísitölu, í stað þess að taka mið af almennum úrskurðum kjararáðs. Launin höfðu, að sögn forseta bæjarstjórnar, staðið óbreytt frá þeim tíma. Launin taka breytingum samkvæmt vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og júlí. Laun Eiríks Björns voru 1.473 þúsund krónur á mánuði sumarið 2016 en hækkuðu, vegna ákvörðunar bæjarráðs í gærmorgun, í 1.501 þúsund krónur á mánuði í janúar 2017. Þau hækkuðu svo í 1.581 þúsund krónur á mánuði í júní og standa þar. Hækkunin á milli áranna 2016 og 2017 nemur 7,3 prósentustigum. Laun hans hafa hækkað um 107 þúsund krónur á mánuði á tímabilinu. Bæjarstjórinn gæti átt von á annarri launahækkun um mánaðamótin en samkvæmt vef Hagstofunnar hækkaði launavísitalan frá júní til október um 1,1 prósent. Ef vísitalan hækkar ekki meira síðustu tvo mánuði ársins nemur vænt hækkun á launum Eiríks rúmum 17 þúsund krónum. Fram kom í úttekt sem DV gerði á launum bæjarstjóra landsins í sumar að Eiríkur fengi að auki greitt fyrir notkun á eigin bifreið í þágu bæjarins. Fram kom að hann fengi ekki sérstaklega greitt fyrir setu á fundum nefnda, ráða eða bæjarstjórnar. Uppfært kl. 08:22: Upphaflega stóð í fréttinni að launin tækju breytingum skv. vísitölunni tvisvar á ári, í janúar og desember. Það er ekki rétt heldur taka launin breytingum í janúar og júlí. Þetta hefur verið leiðrétt.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira