Krafa flugvirkja er 20% launahækkun Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir skrifa 15. desember 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair hafa boðað til verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara flugvirkjar fram á 20 prósenta launahækkun í skammtímasamningi í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA). Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist í samtali við blaðið ekki geta staðfest nákvæma tölu í kröfugerð flugvirkja. Hins vegar geti hann sagt að ef gengið yrði að kröfu flugvirkja væri sá kjarasamningur kostnaðarsamari en nokkur dæmi eru um í samningum SA undanfarna tvo áratugi. „Kröfur flugvirkja eru óaðgengilegar með öllu og margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar,“ segir Halldór Benjamín. „Tíminn er á þrotum og það eru miklir hagsmunir undir hjá tugþúsundum viðskiptavina og fjölskyldum þeirra í aðdraganda jóla.“ Fundi flugvirkja hjá Icelandair og SA var slitið upp úr sjö í gær. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir enga breytingu hafa orðið eftir fundinn. „Það er ekkert að gerast. Þeirra samninganefnd virðist ósköp róleg yfir stöðu mála. Ég er að minnsta kosti farinn að setja mig í stellingar fyrir verkfall á sunnudag.“ Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. Ljóst er að slík verkstöðvun gæti haft áhrif á ferðaáætlanir um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara flugvirkjar fram á 20 prósenta launahækkun í skammtímasamningi í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA). Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist í samtali við blaðið ekki geta staðfest nákvæma tölu í kröfugerð flugvirkja. Hins vegar geti hann sagt að ef gengið yrði að kröfu flugvirkja væri sá kjarasamningur kostnaðarsamari en nokkur dæmi eru um í samningum SA undanfarna tvo áratugi. „Kröfur flugvirkja eru óaðgengilegar með öllu og margfeldi af því svigrúmi sem er til staðar,“ segir Halldór Benjamín. „Tíminn er á þrotum og það eru miklir hagsmunir undir hjá tugþúsundum viðskiptavina og fjölskyldum þeirra í aðdraganda jóla.“ Fundi flugvirkja hjá Icelandair og SA var slitið upp úr sjö í gær. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir enga breytingu hafa orðið eftir fundinn. „Það er ekkert að gerast. Þeirra samninganefnd virðist ósköp róleg yfir stöðu mála. Ég er að minnsta kosti farinn að setja mig í stellingar fyrir verkfall á sunnudag.“ Flugvirkjar hjá Icelandair hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með klukkan sex á sunnudagsmorgun. Ljóst er að slík verkstöðvun gæti haft áhrif á ferðaáætlanir um tíu þúsund farþega á dag. Um 300 flugvirkjar starfa nú hjá flugfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira