Hraðhleðslustöðvar ON orðnar 20 talsins Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 11:05 Fyrsti bíllinn hlaðinn á nýrri hraðhleðslustöð ON á Djúpavogi. Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent
Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent