Framlögin sýnishorn af samgöngustefnu Baldur Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vígir ný gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar. Mynd/Vegagerðin. „Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þessi verkefni snúa flest að umferðaröryggi og eiga að létta á umferðarþunganum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, í samtali við Fréttablaðið. Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er tæplega hálfum öðrum milljarði króna varið aukalega til nýrra framkvæmda frá því fjárlagafrumvarpi sem síðasta ríkisstjórn hafði kynnt. Ráðherrann segir að um sé að ræða vísbendingar um hvert ríkisstjórnin vilji stefna í samgöngumálum. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ánægjulegt að ráðist verði í þau verkefni sem fjármagnið sé eyrnamerkt. Hann er hins vegar vonsvikinn yfir að ekki skuli hafa komið aukið fjármagn til að bæta vetrarþjónustu á vegum landsins. Fjármagn vegna viðhalds stendur í stað – en í þann vasa var bætt vel fyrir þetta ár. Sú upphæð helst óbreytt. Ný verkefni sem fjármögnuð eru í frumvarpinu eru framkvæmdir við Dýrafjarðargöng, tvöföldun brúa yfir Kvíá í Öræfum og á Vatnsnesi. Þá á að verja 600 milljónum til framkvæmda við Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika og 200 milljónum til hringtorgs á Esjumelum á Vesturlandsvegi. Ljúka á við uppbyggingu vegarins yfir Fróðárheiði, en þar hefur stuttur kafli verið skilinn eftir ómalbikaður lengi. Sigurður Ingi segir að með þessum verkefnum sé markmiðið að gefa innsýn í það hvert ríkisstjórnin hyggst stefna í samgöngumálum. Áherslan verði á umferðaröryggi. Hann segir að vinna við samgönguáætlun til fjögurra ára og fjármálaáætlun til fimm sé hafin. Þegar þeirri vinnu ljúki sé betur hægt að áætla hvaða framkvæmdir af brýnum framkvæmdum á stofnæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið verði hægt að ráðast í. Á honum má skilja að þessi verkefni gefi vart nema nasaþefinn. Sigurður Ingi vill ekkert gefa upp um hug sinn í þeim málum; hvaða stofnbrautir hann telur að þurfi að efla á undan öðrum. Hann segir ljóst að tvöfalda þurfi stofnæðarnar í allar áttir út frá höfuðborgarsvæðinu og þá standi hugur manna til að byggja upp borgarlínu. Hann segir að allt þetta verði ekki gert á næstu árum. Verið sé að byggja tíu þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og ekki megi skapa of mikla þenslu í samfélaginu. Nýtt samgöngumannvirki var tekið í notkun á föstudag, þegar Hreinn og Sigurður Ingi klipptu á borða í því skyni að opna með formlegum hætti ný gatnamót Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hreinn segir við Fréttablaðið að ákaflega ánægjulegt sé að verkefninu sé lokið. Um sé að ræða stórmál þegar kemur að umferðaröryggi á þessum slóðum. „Þetta eru gatnamót þar sem umferðin hefur aukist gífurlega, bæði þungaumferð og umferð vegna nýrrar byggðar. Þarna hafa orðið slys og þarna var spurning hvenær yrðu mjög alvarleg slys. Þetta er partur af því verkefni að tvöfalda Reykjanesbraut,“ segir Hreinn.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira