Stendur upp úr þegar ég heyrði röddina hans pabba Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2017 09:30 Ólöf Þórunn Hafliðadóttir var fimmtán ára þegar hún var send með vistir á Látrabjarg um miðjan desember 1947. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið: Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ein þeirra þriggja kvenna, sem heiðraðar voru fyrir björgunarafrekið á Látrabjargi, segir standa upp úr að allir skyldu hafa komist heim lifandi. Ólöf Þórunn Hafliðadóttir frá Látrum var í viðtali í fréttum Stöðvar 2, sjötíu árum eftir að þessari þriggja sólarhringa björgun lauk. Þætti kvennannna var lýst í frægri heimildamynd Óskars Gíslasonar en þær voru í hópi 24 Íslendinga sem heiðraðir voru með margvíslegum hætti fyrir björgun tólf enskra skipbrotsmanna úr togaranum Dhoon árið 1947. Þetta voru þær Sigríður Erlendsdóttir, húsfreyja á Látrum, dóttir hennar Ólöf Hafliðadóttir og Oddný Guðmundsdóttir kennari. Ólöf var aðeins fimmtán ára gömul og er sú eina á lífi í dag. Þær voru allar sæmdar silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands auk þess sem útgerð skipsins sendi þeim þakkarskjal en þær fóru á Látrabjarg með mat og þurr föt.Ólöf varðveitir enn silfurstjörnu Slysavarnafélags Íslands, sem hún fékk fyrir þátt sinn í björgunarafrekinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var allt tínt til sem til var og sent út á bjarg. Alveg sama hvaða föt þetta voru, hvort þetta voru kvenmanns- eða karlmannsföt," segir Ólöf. Og þetta átti eftir að verða háskaför. „Við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er svartamyrkur, dimmasta skammdegið og þoka. Svoleiðis að það getur ekki orðið meira myrkur." Leikið atriði í mynd Óskars Gíslasonar sýnir konurnar leggja af stað í leiðangurinn frá Látrum með vistir á Látrabjarg.Mynd/Óskar Gíslason.Sigmaður flutti matinn og fötin niður til skipbrotsmannanna og hinna björgunarmannanna, sem voru ýmist á syllum í bjarginu eða niðri í fjörunni, en konurnar sneru til baka að Látrum. Á heimleið villtist hópurinn og gekk fram á bjargbrúnina. „Það má þakka fyrir að maður gekk ekki fram af brúninni, því að brúnin leit út eins og snjóskafl í myrkrinu og þokunni. Þetta var mjög tæpt." Þær náðu að lokum heim að Látrum. "Ég hugsa að við höfum verið upp í tólf tíma. Og verst var það, - maður var orðinn svo svangur."Konurnar við Hvallátra, eins og þær birtust í leiknu atriði í heimildamynd Óskars.Mynd/Óskar Gíslason.Ensku sjómennirnir voru fluttir aðframkomnir á bæina Látra og Breiðavík þar sem þeim var hjúkrað. Björgunarverkið tók þrjá daga og þrjár nætur að viðbættum þremur klukkutímum, frá klukkan tólf á hádegi 12. desember til klukkan fimmtán þann 15. desember. „Ég held að það standi upp úr öllu þegar þeir komu heim og allir voru lifandi." Pabbi hennar, Hafliði Halldórsson, slasaðist við björgunarstörfin en hann fékk grjót eða klakastykki í höfuðið þegar hann stóð á syllu en björgunarmenn voru í mikilli hættu vegna stöðugs hruns úr bjarginu við þessar hrikalegu aðstæður. Heimkoma hans frá Látrabjargi var því eftirminnileg fyrir dótturina. „Og ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði röddina hana pabba. Þetta stendur upp úr." Hér má sjá frétt Stöðvar 2 en þar voru sýnd brot úr mynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið:
Tengdar fréttir Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjötíu ár í dag frá björgunarafrekinu við Látrabjarg Það er af mörgum talið frækilegasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar tólf sjómönnum var bjargað úr breskum togara sem strandað hafði undir Látrabjargi. 13. desember 2017 20:15