Grunnlaunin um 440 þúsund krónur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2017 19:00 Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Enn er þó töluvert á milli deiluaðila og búist er við að fundarhöld standi yfir fram eftir kvöldi. Samkvæmt launaseðli sem fréttastofa hefur undir höndum eru grunnlaun flugvirkja sem vinnur ekki vaktavinnu um 440 þúsund krónur. Á þessum seðli eru einnig fatapeningar sem greiddir eru einu sinni á ári. Flugvirkjar Icelandair eru um 300 og innan við helmingur er með fast yfirvinnuálag samkvæmt heimildum fréttastofu en laun þeirra eru mun hærri. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hækkunin sem flugvirkjum hefur verið boðin sé í takti við það sem aðrir í samfélaginu séu að fá. „Það liggur fyrir að það er ekki hægt að fallast á hærri kröfur en búið er að bjóða vegna þess að niðurstöður slíks samnings myndu hellast yfir allan vinnumarkaðinn og geta þar með kippt stoðunum undan efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir.Samgönguráðherra hefur útilokað að lög verði sett á boðað verkfall en segir ríkisstjórnina hafa áhyggjur af stöðunni. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og ég veit að aðilarnir skilja ábyrgð sína. Ef það er rétt að menn séu að tala um 20% hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og framtíð launastrúktursins í landinu," segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Kjaraviðræður Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hafa ekki borið árangur en fundur hefur staðið yfir frá klukkan eitt í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan sex í fyrramálið. Komi til verkfalls mun það raska flugferðum hjá tíu þúsund manns á hverjum degi. Flugvirkjar kröfðust upphaflega um tuttugu prósenta launahækkunar en samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þeir lækkað sig í átt að boði Samtaka atvinnulífsins sem hljóðar upp á launahækkun í anda Salek samkomulagsins. Enn er þó töluvert á milli deiluaðila og búist er við að fundarhöld standi yfir fram eftir kvöldi. Samkvæmt launaseðli sem fréttastofa hefur undir höndum eru grunnlaun flugvirkja sem vinnur ekki vaktavinnu um 440 þúsund krónur. Á þessum seðli eru einnig fatapeningar sem greiddir eru einu sinni á ári. Flugvirkjar Icelandair eru um 300 og innan við helmingur er með fast yfirvinnuálag samkvæmt heimildum fréttastofu en laun þeirra eru mun hærri. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hækkunin sem flugvirkjum hefur verið boðin sé í takti við það sem aðrir í samfélaginu séu að fá. „Það liggur fyrir að það er ekki hægt að fallast á hærri kröfur en búið er að bjóða vegna þess að niðurstöður slíks samnings myndu hellast yfir allan vinnumarkaðinn og geta þar með kippt stoðunum undan efnahagslegum stöðugleika í samfélaginu," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair hafa farþegar sem eiga bókað flug á morgun og á mánudag mátt breyta flugmiðum sér að kostnaðarlausu. Margir hafa nýtt sér þetta og einnig hefur verið nokkuð um afbókanir.Samgönguráðherra hefur útilokað að lög verði sett á boðað verkfall en segir ríkisstjórnina hafa áhyggjur af stöðunni. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu og ég veit að aðilarnir skilja ábyrgð sína. Ef það er rétt að menn séu að tala um 20% hækkanir á einu ári þá er það auðvitað langt umfram þennan efnahagslega stöðugleika og framtíð launastrúktursins í landinu," segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira