Sveitarstjórar á Vestfjörðum fagna umræðu um kynbundið ofbeldi Aron Ingi Guðmundsson skrifar 18. desember 2017 11:00 Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira