Innlent

Ákærður fyrir gras og byssu

Sveinn Arnarsson skrifar
Frá lögreglunni á Akureyri.
Frá lögreglunni á Akureyri. vísir/pjetur
Karlmaður sem búsettur er á Árskógssandi í Dalvíkurbyggð hefur verið ákærður fyrir framleiðslu kannabisefna á heimili sínu og fyrir að hafa í fórum sínum ólöglega skammbyssu. Er lögreglan á Norðurlandi eystra kíkti í heimsókn til mannsins um miðjan ágúst síðastliðinn fundust tæplega 75 grömm af maríjúana. Einnig fannst á heimili hans áðurnefnd skammbyssa.

Hald var lagt á efnin auk skotvopnsins. Einnig var í húsnæðinu nokkuð af tækjum og tólum sem nýta má til kannabisframleiðslu að mati ákæruvaldsins, svo sem blásarar, gróðurlampar, loftsíur og annar gróðurhúsabúnaður.

Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar, greiðslu sakarkostnaðar og til að sæta upptöku umrædds búnaðar auk skammbyssunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×