Engin áform ennþá um lög á verkfall flugvirkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 15:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina fylgjast með framvindu mála í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“ Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ríkisstjórnin hafi engin áform ennþá um að setja lög á verkfall flugvirkja Icelandair sem nú hefur staðið í tæpan einn og hálfan sólarhring. Stjórnvöld fylgist þó með framvindu mála í kjaradeilunni og meti stöðuna eftir því sem fram líður. „Það er verið að funda í deilunni og við vonum bara að deilendur komist að niðurstöðu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. „Það eru engin áform um lagasetningu. Við fylgjumst með stöðunni og leggjum áherslu á að deiluaðilar reyni að ná einhverri niðurstöðu,“ segir Katrín. Margir hafa bent á að kjarasamningur flugvirkja og Icelandair muni setja tóninn fyrir komandi kjaraviðræður bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum en fjöldi kjarasamninga verður laus eftir áramót. Aðrir hafa bent á að launahækkun þingmanna upp á 45 prósent sem ákvörðuð var af kjararáði fyrir ári síðan setji tóninn fyrir höfrungahlaupið á vinnumarkaði sem stundum er kallað svo.Er þetta eitthvað sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af og er til skoðunar að þingmenn taki á sig launalækkun? „Ég hef átt óformleg samtöl við formenn heildarsamtaka á vinnumarkaði og ég hef áhuga á að kalla þá að borðinu til að reyna að ná einhverri samstöðu um hvernig við ætlum að eiga þetta samtal á vinnumarkaðnum. Þar er ýmislegt undir og við teljum mjög mikilvægt að verja þá kaupmáttaraukningu sem hefur orðið. Til þess þarf að tryggja ákveðinn stöðugleika efnahagslega en verkalýðshreyfingin hefur auðvitað lagt mikla áherslu að aðgerðir til að tryggja félagslegan stöðugleika. Svo hefur auðvitað verið rætt um málefni og fyrirkomulag kjararáðs og ýmsa þætti sem snúa að ábyrgari vinnumarkaði. Við munum vilja eiga þetta samtal við heildarsamtök á vinnumarkaði hvað er undir til að við getum náð einhverri heildarsýn,“ segir Katrín og ítrekar að málefni kjararáðs eru á meðal þess sem verði skoðuð í þessu samtali. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ferðaþjónustuna sem atvinnugrein í heild og orðspor Íslands almennt sem ferðamannastaðar segir Katrín að verkfallið hafi auðvitað neikvæð áhrif á þá flugfarþega sem verða fyrir áhrifum af því. „En ég ætla ekkert að segja til um það hvort þetta hafi einhver áhrif á orðspor Íslands til lengri tíma. Ég læt það nú ekki stöðva mig að fara til Frakklands þó að það sé alltaf verkfall þar þegar ég fer þangað. Mér finnst það ekki mitt hlutverk að segja til um það en við þekkjum þetta víða annars staðar frá.“
Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25 Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Flugvirkjar óttast lagasetningu Það kemur í ljós núna um og eftir hádegi hvort boðað verði til fundar í kjaradeilu flugvirkja, hjá Ríkissáttasemjara í dag. Formaður Flugvirkjafélagsins segir flugvirkja hafa dregið verulega úr kröfum sínum gagnvart viðsemjendum sínum og óttast að lög verði sett á verkfallið. 18. desember 2017 12:25
Nær öllum ferðum Icelandair til Ameríku aflýst Icelandair hefur neyðst til þess að fresta nær öllum flugferðum flugfélagsins til Bandaríkjanna og Kanada sem voru á áætlun í dag vegna verkfalls flugvirkja félagsins. Samningafundi deiluaðila var slitið í nótt án árangurs. 18. desember 2017 11:03