„Ég er stoltur af silfrinu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“ Handbolti Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“
Handbolti Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira