Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2017 22:21 Heather Heyer var 32 ára þegar hvítur þjóðernissinni ók á hana í Charlottesville í VIrginíu í ágúst. Vísir/AFP Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Lögreglustjórinn í bandarísku borginni Charlottesville sagði skyndileg af sér í dag. Skammt er síðan opinber skýrsla var gefin út um viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í borginni í sumar þar sem hún var harðlega gagnrýnd fyrir lélegan undirbúning, þjálfun og skipulag. Kona á fertugsaldri lét lífið í óeirðum sem brutust út á milli hvítu þjóðernissinnanna og mótmælenda þeirra í Charlottesville í Virginíu í ágúst. Einn hvítu þjóðernissinnanna ók hana niður á bíl sínum þegar hann keyrði í gegnum hóp mótmælenda í göngugötu. Þrjátíu og fimm aðrir mótmælendur særðust í árásinni. Fyrrverandi ríkissaksóknari sem skilaði skýrslu um viðbrögð lögreglunnar við samkomunni og óeirðunum komst að þeirri niðurstöðu að skortur á viðunandi undirbúningi hafi leitt til „skelfilegra afleiðinga“. Sautján dagar eru síðan að skýrslan kom út. Alfred Thomas, lögreglustjórinn í Charlottesville, tilkynnti um afsögn sína í dag, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í skýrslunni kom meðal annars fram að lögreglumenn hafi ekki gripið inn í átök sem brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda. Saksóknarinn sem fór yfir vinnubrögð lögreglunnar sagði að það hefðu verið mistök sem höfðu raunverulegar og varanlegar afleiðingar. Hafði hann eftir nokkrum lögreglumönnum að lögreglustjórinn hefði sagt þeim að leyfa fólkinu að slást því það myndi auðvelda lögreglunni að lýsa samkomuna ólöglega. Dauði konunnar hafi verið sorglegasta birtingarmynd þess hvernig lögreglan brást í að gæta öryggis borgaranna. Þannig hafi engir lögreglumenn verið á því svæði þar sem öfgamaðurinn ók á mótmælendurna.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58