AMG 10% af sölu Benz vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 10:14 Aldrei hafa AMG bílar Mercedes Benz verið eins vinsælir og nú. Af öllum þeim Mercedes Benz bílum sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum í ár eru 10% þeirra frá kraftabíladeildinni AMG. Þetta hlutfall í fyrra var 6,8% í fyrra og hefur vaxið um heil 50% á milli ára. Alls hafa selst 30.116 AMG bílar Mercerdes Benz í ár af 302.043 bíla heildarsölu Benz í ár þar í landi. Þetta er óvenju hátt hlutfall og hærra en víðast hvar í heiminum þar sem Mercedes Benz bílar eru til sölu. Þessar tölur eru frá lokum nóvember mánaðar og því virðist stefna í hátt í 330.000 bíla sölu hjá Benz vestanhafs í ár og af þeim verði hátt í 33.000 bílar af AMG gerð. AMG bílar Mercedes Benz eru mjög dýrir bílar og því er AMG deildin farin að skaffa Benz umtalsvert hátt hlutfall af tekjum Benz í þessum heimshluta. Það er helst góð sala í AMG 43 í bílunum C-Class, E-Class, GLC, GLE og SLC sem hefur hýft hlutfall AMG svo hátt upp í ár. Í þessum bílum er 362 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Það hefur einnig hjálpað mikið til hve Mercedes Benz býður margar bílgerðir sínar í AMG útfærslu og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarið. Audi og BMW hafa fetað sömu slóð og Benz með því að fjölga S og RS gerðum í tilfelli Audi og M gerðum í tilfelli BMW og fer hlutfallið af heildarsölu einnig vaxandi hjá þessum þýsku lúxusbílaframleiðendum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Af öllum þeim Mercedes Benz bílum sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum í ár eru 10% þeirra frá kraftabíladeildinni AMG. Þetta hlutfall í fyrra var 6,8% í fyrra og hefur vaxið um heil 50% á milli ára. Alls hafa selst 30.116 AMG bílar Mercerdes Benz í ár af 302.043 bíla heildarsölu Benz í ár þar í landi. Þetta er óvenju hátt hlutfall og hærra en víðast hvar í heiminum þar sem Mercedes Benz bílar eru til sölu. Þessar tölur eru frá lokum nóvember mánaðar og því virðist stefna í hátt í 330.000 bíla sölu hjá Benz vestanhafs í ár og af þeim verði hátt í 33.000 bílar af AMG gerð. AMG bílar Mercedes Benz eru mjög dýrir bílar og því er AMG deildin farin að skaffa Benz umtalsvert hátt hlutfall af tekjum Benz í þessum heimshluta. Það er helst góð sala í AMG 43 í bílunum C-Class, E-Class, GLC, GLE og SLC sem hefur hýft hlutfall AMG svo hátt upp í ár. Í þessum bílum er 362 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Það hefur einnig hjálpað mikið til hve Mercedes Benz býður margar bílgerðir sínar í AMG útfærslu og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarið. Audi og BMW hafa fetað sömu slóð og Benz með því að fjölga S og RS gerðum í tilfelli Audi og M gerðum í tilfelli BMW og fer hlutfallið af heildarsölu einnig vaxandi hjá þessum þýsku lúxusbílaframleiðendum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent