Nio ES8 gegn Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 11:47 Nio ES8 er kínverskur rafmagnsjeppi. Kínverski rafbílaframleiðandinn Nio hefur nú sett á markað rafmagnsjeppa, Nio ES8 sem keppa á við Tesla Model X jeppann um hylli. Hann er með 644 hestafla rafmagnsmótora sem duga þessum stóra bíl til að ná 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Það er reyndar mun slakari tími en Tesla Model X P100D nær, eða 2,9 sekúndur. Nio ES8 er með 70 kílówatta rafhlöður en ofannefndur Tesla jeppi með 100 kílówött. Nio ES8 er 7 sæta bíll, álíka að stærð og Model X, er smíðaður að mestu leiti úr áli, er með háþróað fjöðrunarkerfi sem lagar sig að aðstæðum og undir bílnum eru öflugar Brembo bremsur. Drægni Nio ES8 er 350 kílómetrar og því er hann nokkur eftirbátur Tesla Model S, en á móti kemur að hann er nokkru ódýrari, eða á ríflega 7 milljónir króna. Nio hefur nýverið sýnt annan mjög öflugan tilraunabíl sinn sem fengið hefur stafina EP9 og er hann sannkallaður kraftaköggull og heil 1.341 hestöfl. Nio hefur látið það uppi að fyrirtækið hyggist hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2020, en nú um sinn er salan einskorðuð við heimalandið Kína. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent
Kínverski rafbílaframleiðandinn Nio hefur nú sett á markað rafmagnsjeppa, Nio ES8 sem keppa á við Tesla Model X jeppann um hylli. Hann er með 644 hestafla rafmagnsmótora sem duga þessum stóra bíl til að ná 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Það er reyndar mun slakari tími en Tesla Model X P100D nær, eða 2,9 sekúndur. Nio ES8 er með 70 kílówatta rafhlöður en ofannefndur Tesla jeppi með 100 kílówött. Nio ES8 er 7 sæta bíll, álíka að stærð og Model X, er smíðaður að mestu leiti úr áli, er með háþróað fjöðrunarkerfi sem lagar sig að aðstæðum og undir bílnum eru öflugar Brembo bremsur. Drægni Nio ES8 er 350 kílómetrar og því er hann nokkur eftirbátur Tesla Model S, en á móti kemur að hann er nokkru ódýrari, eða á ríflega 7 milljónir króna. Nio hefur nýverið sýnt annan mjög öflugan tilraunabíl sinn sem fengið hefur stafina EP9 og er hann sannkallaður kraftaköggull og heil 1.341 hestöfl. Nio hefur látið það uppi að fyrirtækið hyggist hefja sölu bíla sinna í Bandaríkjunum árið 2020, en nú um sinn er salan einskorðuð við heimalandið Kína.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent