Fannst skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2017 17:52 Þórdís Kolbrún fór yfir endurgreiðslumálið í Reykjavík síðdegis. Vísir/Ernir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina. Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að ef mönnum finnist skrýtið að Biggest Loser hafi fengið endurgreiðslu á 25 prósentum af innlendum framleiðslukostnaði frá íslenska ríkinu en ekki Kórar Íslands þá þurfi að endurskoða reglurnar sem gildi um þær endurgreiðslur. Þórdís Kolbrún sagði þetta í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði sína skoðun í málinu ekki skipta máli. Um væri að ræða ríkisstyrki sem eru bannaðir samkvæmt meginreglu en undantekningar gerðar á því líkt í tilviki endurgreiðslna til kvikmyndaverkefna. Þegar kemur að ríkisstyrkjum þýði ekki að spyrja ráðherra hvað honum persónulega finnst heldur gildi reglur um þær úthlutanir og þeim þurfi að fylgja. Staðreyndin sé sú að Biggest Loser hafi uppfyllt skilyrðin til að fá endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands. Það er þriggja manna sjálfstæði nefnd, á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem fer yfir verkefni og gefur þeim einkunn eftir ákveðnum stöðlum sem þarf að uppfylla til að fá endurgreiðslu. Kóra Íslands vantaði eitt stig upp á menningarhlutann og sömuleiðis bandaríska raunveruleikaþáttinn Amazing Race sem var tekinn upp hér á landi fyrr á árinu. Þórdís sagði að við mat á því hvort verkefni ætti að fá endurgreiðslu væri ekki verið að meta gæði eða hvort um sé að ræða hámenningu eða lágmenningu. Um væri að ræða kerfi sem á að vera hlutlægt en Þórdís benti á að allt eru þetta mannanna verk og eflaust ekki gallalaus. Mögulega þyrfti að fara yfir reglurnar ef margir eru ósáttir við niðurstöðuna sem fæst af þeim. Hún tók fram að persónuleg skoðun hennar væri sú að henni hefði þótt skrýtið að lesa að Biggest Loser hefði fengið endurgreiðslu en ekki Kórar Íslands sem lyftu upp kórastarfi sem væri virkilega mikilvægt víða um land. Hún ítrekaði þó að hennar persónulega skoðun skipti ekki máli þegar kemur að ríkisstyrkjum. Þórdís tók fram að endurgreiðsla á innlendum framleiðskostnaði vegna kvikmyndaverkefna hér á landi hefði verið í höndum ráðuneytisins en vegna athugasemdar Ríkisendurskoðunar hafi verið ákveðið að skipa sjálfstæða nefnd um úthlutunina.
Bíó og sjónvarp Kórar Íslands Tengdar fréttir Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30 Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Hollywood undrandi á nefnd um endurgreiðslu Stóra endurgreiðslumálið vindur enn upp á sig því ein stærsta landkynning á nýju ári féll á menningarhlutanum. Skoraði ekki nógu mörg stig þrátt fyrir að milljónatugir manna muni upplifa íslenskan veruleika í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaröð heims. 19. desember 2017 11:30
Biggest Loser meiri menning en Kórar Íslands Þáttaröðin Kórar Íslands fær ekki endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar vegna skorts á menningarlegu gildi. Biggest Loser og bandarískur bílaeltingaleikur þóttu hins vegar nægilega menningarlegir fyrir nefndina. 15. desember 2017 11:00