Flokkarnir ætla að taka höndum saman í framhaldi af MeToo-byltingunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. desember 2017 20:00 Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“ MeToo Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir ætla að taka höndum saman og vinna í sameiningu að verklagi til að bregðast við kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna. Me too-byltingin var til umræðu á Alþingi í dag og forsætisráðherra kynnti stefnu Stjórnarráðsins í þessum efnum fyrir ríkisstjórn í morgun. Nokkur hundruð íslenskar stjórnmálakonur rufu þögnina um kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan stjórnmálanna í lok nóvember og deildu sögum af reynslu sinni. Þær sendu jafnframt frá sér áskorun þar sem kallað er eftir því að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu og setji sér viðbragðsreglur. Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nú að ræða hvernig flokkarnir geti í sameiningu mótað sér verklagsreglur um hvernig skuli taka á slíkum málum. Öllum flokkum verður boðið að taka þátt og hefst samtalið að öllum líkindum eftir áramót. Þá kynnti Katrín Jakobsdóttir stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Það er auðvitað mjög mikilvægt að við tökum á þessu máli í stjórnsýslunni eins og bara alls staðar annars staðar í samfélaginu,“ segir Katrín. Hún lagði það til við ríkisstjórn að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði reglulegar kannanir í hverju ráðuneyti á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni og það tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli. Þá vonast hún til þess að í framhaldinu verði sambærileg ferli tekin upp í undirstofnunum og víðsvegar um stjórnsýsluna. „Það er stefnan og þarna skiptir auðvitað máli að ráðuneytin gangi á undan með góðu fordæmi.“
MeToo Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira