Golf

Japanir unnu á heimavelli

Dagur Lárusson skrifar
Ólafía Þórunn hefur lokið keppni á Queens mótinu.
Ólafía Þórunn hefur lokið keppni á Queens mótinu. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og lið hennar í úrvalsliði Evrópu enduðu í fjórða sæti á Queens mótinu í Japan. Það voru Japanir sem fóru með sigur af hólmi á mótinu en þær unnu Suður-Kóreu í úrslitunum.

Ólafía Þórunn og liðsfélagar hennar í Evrópska úrvalinu léku um 3.sæti mótsins en þar mættu þær Ástralíu en þar lútu þær í lagra hald 5-3. Leikið var í fjórmenning þar sem Ólafía spilaði með þeirri ensku, Annabel Dimmock en þær gerðu jafntefli í sínum leik við Hannah Green og Whitney Hillier.

Ólafía og Annabel voru með yfirhöndina nánast allan leikinn þar til undir lokin þegar þær áströlsku náðu að jafna á 15.holu og eftir það spiluðu liðin á jafn mörgum höggum.

Hér fyrir neðan má sjá högg hjá Ólafíu í nótt.


Tengdar fréttir

Ólafía Þórunn tapaði í morgun

Kylfingarnir Birgir Leifur og Ólafía eru bæði í eldlínunni um helgina á sitthvoru mótinu en Vísir mun greina frá gengi þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×