Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2017 10:21 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Vísir/Ernir Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50
Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00