Disney tekur stuttmynd um Ólaf snjókarl úr umferð Birgir Olgeirsson skrifar 4. desember 2017 16:01 Snjókarlinn Ólafur hefur ekki notið vinsælda í kvikmyndahúsum í ár, en hann sást fyrst í hinni feykivinsælu Frozen árið 2013. IMDB Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Disney hefur fyrirskipað kvikmyndahúsum vestanhafs að hætta sýningum á Frozen-stuttmyndinni um ævintýri snjókarlsins Ólafs. Stuttmyndin var sýnd á undan Pixar-teiknimyndinni Coco en Mashable segir þessa fyrirskipun Disney taka gildi 8. desember næstkomandi.Disney beindi því til kvikmyndahúsa að nýta tímann sem losnar þegar sýningum á stuttmyndinni verður hætt til að bæta við sýningum á Coco. Disney á Pixar sem framleiðir Coco og stuttmyndina um Ólaf snjókarl en stuttmyndin hefur fengið afleitar viðtökur, að því er fram kemur á vef Mashable. Þar segir að myndin þyki of löng, eða 22 mínútur talsins. Á undan stuttmyndinni eru sýndar stiklur úr væntanlegum myndum sem verður þess valdandi að sýningar á Coco hafa ekki hafist fyrr en fjörutíu mínútur eru liðnar frá auglýstum sýningartíma, sem gerir ungum áhorfendum erfitt fyrir. Hefð er fyrir því að sýna stuttmyndir á undan Pixar-myndum í kvikmyndahúsum, en þær hafa jafnan verið um tíu mínútur að lengd. Þær stuttmyndir hafa verið á vegum Pixar, en stuttmyndin um Ólaf snjókarl á vegum Disney.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira