Útlit er fyrir mun færri hælisumsóknir í ár: Mikið hefur dregið úr umsóknum frá borgurum ríkja sem flokkuð eru sem örugg Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. desember 2017 20:15 Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Talsvert hefur dregið úr hælisumsóknum fólks frá öruggum upprunaríkjum síðustu mánuði og lítur allt út fyrir mun færri umsóknir í ár en spár Útlendingastofnunar gerðu ráð fyrir. Á sama tíma hefur umsóknum um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku fjölgað um tæp 30 prósent á milli ára. Árið 2015 sóttu 354 einstaklingar um hæli á Íslandi, sem var tvöföldun frá fyrra ári. Í fyrra voru svo öll met slegin og sóttu 1133 um hæli. Reglulega voru sagðar fréttir af vandræðagangi Útlendingastofnunar með að koma fólkinu fyrir í húsnæði en öll búsetuúrræði voru yfirfull enda ekki búist við svo miklum fjölda. Fyrir árið í ár gerðu spár Útlendingastofnunar ráð fyrir á bilinu 1700 til 2000 hælisumsóknum. Eins og staðan er í dag lítur allt út fyrir að spáin gangi ekki eftir en það sem af er ári hafa rúmlega þúsund manns sótt um hæli. „Síðustu mánuði höfum við verið að sjá fækkun á milli mánaða í umsóknum og við höfum líka verið að sjá að umsóknum frá öruggum upprunaríkjum er að fækka hjá okkur er núna orðið rétt um þriðjungur þeirra umsókna sem við höfum fengið í nóvember,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, en í ágúst voru umsóknir fólks frá öruggum upprunaríkjum um sjötíu prósent en það eru þau ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru almennt talin virt. „Okkar megin frá er það mjög jákvætt að það dragi úr umsóknum frá öruggum upprunaríkjum“ Þorsteinn telur að nokkrir samverkandi þættir hafi áhrif á þróunina. „Fyrr á þessu ári setti stofnunin til dæmis Georgíu á lista yfir örugg upprunaríki. Svo í september kemur ný reglugerð sem byggir undir þriggja daga málsmeðferð. Þetta geta líka verið aðstæður sem eru uppi í heimríkjum hjá þessum þjóðum eða hreinlega að það sé verið að leita til annarra ríkja með umsóknir af þessum toga,“ segir Þorsteinn. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað hefur umsóknum um dvalarleyfi fjölgað talsvert eða um 26 % á milli ára en frá janúar til nóvember árið 2016 sóttu 4312 manns um dvalarleyfi en á sama tímabili í ár eru umsóknirnar orðnar 5428. „Fyrst og fremst kannski umsóknir sem eru á grundvelli atvinnuþátttöku en þar erum við að sjá um það bil 60 prósent aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra og námsmannaleyfi, þeim er að fjölga um 22 prósent,“ segir Þorsteinn. Fjölgun umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu skýrist fyrst og fremst af mikilli eftirspurn eftir vinnuafli hér á landi. Skólagjöld gætu útskýrt fjölgun umsókna um námsmannaleyfi „Sem dæmi eru Finnar að hefja upptöku á skólagjöldum fyrir ríkisborgara sem koma utan Evrópu og það skilst mér að sé ekki gert á Íslandi og getur það verið ein ástæða fyrir því að þeim fjölgar hér,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira