Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2017 19:32 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafnar skýringum Tómasar Guðbjartssonar læknis um að hafi hann hafi blekkt Tómas í aðdraganda plastbarkaígræðslu sem Erítreumaðurinn Andemariam Beyene gekkst undir í Stokkhólmi árið 2011. Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam. Þetta kemur fram í frétt RÚV en rætt er við Macchiarini í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur verður í kvöld. Óháð rannsóknarnefnd, sem falið var að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að plastbarkamálinu og skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítalans, kynnti skýrslu sína í október síðastliðinn. Var þáttur læknanna í aðgerðinni skoðaður, sem og í meðferðinni eftir aðgerð og aðkomu þeirra að vísindagrein sem birtist í læknatímaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene.Vísir/VilhelmSegir Macchiarini hafa blekkt sig Í svörum sínum til nefndarinnar sagði Tómas að Macchiarini hafi blekkt sig og að hann hafi ekki haft vitneskju um að ætlunin væri að græða plastbarka í Andemariam, sem sendur var frá Íslandi til meðferðar á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Macchiarini segir í samtali sínu við RÚV að Tómas segi þar ekki satt og rétt frá. Macchiarini kveðst hafa beðið Tómas um allar „nauðsynlegar mælingar á barkanum, svo hægt væri að gera ígræðslu, en það [hafi] alltaf [verið] plan B. Tómas vissi vel að við gætum reynt að fjarlægja æxlið og græða barkann saman, en ef það gengi ekki þá þyrftum við að gera eitthvað annað,“ segir Macchiarini í samtali við RÚV. Macchiarini gagnrýnir sömuleiðis að íslenska rannsóknarnefndin hafi ekki haft samband við sig og gefa sér færi á að segja sína hlið málsins. Í skýrslum sem gerðar hafa verið um plastbarkamálið hefur því ítrekað verið varpað fram að Macchiarini hafi orðið uppvís að því að sniðganga siðanefndir, blekkja háskólastofnanir og samlækna sína. Andemariam lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina, í janúar 2014.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Blekkingameistarinn Paolo Macchiarini Ferill ítalska skurðlæknisins Paolos Macchiarini innan og utan vinnustaða hans er ævintýrum líkastur. Plastbarkamisferli hans batt enda á það ævintýri. 11. nóvember 2017 13:30