Nýr Mercedes-Benz CLS kynntur til leiks Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 11:00 Þriðja kynslóð Mercedes Benz CLS er fögur sínum Mercedes Benz. Nýr Mercedes-Benz CLS var frumsýndur á bílasýningunni í LA sem nú stendur yfir. Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eins og venjan er þegar nýr Mercedes-Benz er kynntur til sögunnar. Þetta er þriðja kynslóð CLS og hefur bíllinn alltaf vakið athygli fyrir fallega hönnun. Demantagrillið að framan gefur flotta sýn á nýjan CLS. Ljósin að framan eru með nýrri hönnun og skarpari línum en áður og þá er einnig nýr hönnun á afturljósum bílsins. CLS er sem fyrr með coupe lagi þannig að þaklínan kemur hallandi niður sem gefur þessum stóra fjögurra dyra lúxusbíl sportlegt yfirbragð. Innanrýmið hefur breyst talsvert og styðst allnokkuð við innréttingu hins nýja E-Class. Það er ekki leiðum að líkjast því E-Class er talinn með eina fallegustu innréttingu sem í boði er fyrir lúxus fólksbíl í dag. CLS býður upp á 64 mismunandi litatóna í innilýsingu. 12,3 tommu skjár sér um að veita ökumanni og farþegum alla tækni varðandi akstursupplýsingar og afþreyingu. Nýr CLS kemur með nýjum vélarbúnaði bæði í dísil- og bensínútfærslum. Dísilvélarnar skila frá 286 til 340 hestöflum en aflmesta útfærslan er C 450 með 3 lítra bensínvél. Sá bíll er aðeins 4,8 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. CLS í AMG útfærslu verður þó enn aflmeiri þegar hann kemur á markað í byrjun nýs árs en hann verður með 450 hestafla bensínvél. CLS býður upp á enn meira pláss en áður bæði fyrir farþega og farangur. Farangursrýmið í CLS er stærra en áður og tekur nú 520 lítra. Nýr CLS er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz. Bíllinn er í boði með 4MATIC aldrifskerfinu frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem er eitt það tæknivæddasta sem völ er á. Myndavélar og radarvarar í kringum bílinn sjá til að gefa ökumanni mjög góða yfirsýn yfir nánasta umhverfi og umferð. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Nýr Mercedes-Benz CLS var frumsýndur á bílasýningunni í LA sem nú stendur yfir. Bílsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eins og venjan er þegar nýr Mercedes-Benz er kynntur til sögunnar. Þetta er þriðja kynslóð CLS og hefur bíllinn alltaf vakið athygli fyrir fallega hönnun. Demantagrillið að framan gefur flotta sýn á nýjan CLS. Ljósin að framan eru með nýrri hönnun og skarpari línum en áður og þá er einnig nýr hönnun á afturljósum bílsins. CLS er sem fyrr með coupe lagi þannig að þaklínan kemur hallandi niður sem gefur þessum stóra fjögurra dyra lúxusbíl sportlegt yfirbragð. Innanrýmið hefur breyst talsvert og styðst allnokkuð við innréttingu hins nýja E-Class. Það er ekki leiðum að líkjast því E-Class er talinn með eina fallegustu innréttingu sem í boði er fyrir lúxus fólksbíl í dag. CLS býður upp á 64 mismunandi litatóna í innilýsingu. 12,3 tommu skjár sér um að veita ökumanni og farþegum alla tækni varðandi akstursupplýsingar og afþreyingu. Nýr CLS kemur með nýjum vélarbúnaði bæði í dísil- og bensínútfærslum. Dísilvélarnar skila frá 286 til 340 hestöflum en aflmesta útfærslan er C 450 með 3 lítra bensínvél. Sá bíll er aðeins 4,8 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. CLS í AMG útfærslu verður þó enn aflmeiri þegar hann kemur á markað í byrjun nýs árs en hann verður með 450 hestafla bensínvél. CLS býður upp á enn meira pláss en áður bæði fyrir farþega og farangur. Farangursrýmið í CLS er stærra en áður og tekur nú 520 lítra. Nýr CLS er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum frá Mercedes-Benz. Bíllinn er í boði með 4MATIC aldrifskerfinu frá þýska lúxusbílaframleiðandanum sem er eitt það tæknivæddasta sem völ er á. Myndavélar og radarvarar í kringum bílinn sjá til að gefa ökumanni mjög góða yfirsýn yfir nánasta umhverfi og umferð.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent