Tók mömmu sína með á rauða dregilinn Ritstjórn skrifar 6. desember 2017 14:45 Glamour/Getty Fyrirsætan fræga Naomi Campbell lét sig ekki vanta á bresku tískuverðlaunin sem fóru fram í Bretlandi um helgina. Gestur hennar vakti athygli en hún tók móður sína með á viðburðinn, og sjaldan hefur orðatiltækið um að sjaldan falli eplið langt frá eikinni á jafn vel við. Móðir Campbell heitir Valerie Morris og er 65 ára gömul en margir miðlar hafa haft orð á því að þær mæðgurnar hljóta að hafa fundið hinn margrómaða æskubrunn. Campbell er 47 ára gömul. Það er ekki oft sem Morris mætir á viðburði með dóttur sinni en þær mæðgur voru svo sannarlega stórglæsilegar á rauða dreglinum eins og þessar myndir sýna. Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Snyrtivöruóðir Íslendingar elska að versla á netinu Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Bestu #Freethenipple dress Kim Kardashian Glamour Kynlíf á túr Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour
Fyrirsætan fræga Naomi Campbell lét sig ekki vanta á bresku tískuverðlaunin sem fóru fram í Bretlandi um helgina. Gestur hennar vakti athygli en hún tók móður sína með á viðburðinn, og sjaldan hefur orðatiltækið um að sjaldan falli eplið langt frá eikinni á jafn vel við. Móðir Campbell heitir Valerie Morris og er 65 ára gömul en margir miðlar hafa haft orð á því að þær mæðgurnar hljóta að hafa fundið hinn margrómaða æskubrunn. Campbell er 47 ára gömul. Það er ekki oft sem Morris mætir á viðburði með dóttur sinni en þær mæðgur voru svo sannarlega stórglæsilegar á rauða dreglinum eins og þessar myndir sýna.
Mest lesið Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Snyrtivöruóðir Íslendingar elska að versla á netinu Glamour Láttu slabbið ekki stoppa þig Glamour Frægir fögnuðu með Burberry Glamour Bestu #Freethenipple dress Kim Kardashian Glamour Kynlíf á túr Glamour Fyrstu sýnishornin frá samstarfi H&M og KENZO Glamour