Utangarðsfólk fær fleiri íbúðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. desember 2017 20:00 Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Sextíu milljóna króna viðbótrarframlag til stuðnings við búsetu utangarðsfólks var samþykkt með breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar í fyrradag. Það verður meðal annars nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar en tillaga um það undir heitinu „Housing First" var samþykkt í velferðarráði í dag. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stefnt að því að ráða þrjá til viðbótar í teymið á næstunni, en sex fyrir árið 2020. „Við viljum fjölga þeim starfsmönnum sem vinna úti á vettvangi, eru að aðstoða fólk, eru að aðstoða fólk við að koma í gistiskýlið, eru að fara heim til þeirra sem búa sjálfstætt og eru í mikilli neyslu," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Til stendur að fjölga úrræðum sem standa fólki á vergangi og í neyslu til boða á næstunni. Í tillögunni sem var samþykkt í dag felst að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymisins. Í dag eru íbúðirnar fjórtán en til stendur að fjölga þeim um tólf, eða fjórar á ári til ársins 2020.Fjórtan heimilislausir einstaklingar fá herbergi í Víðinesi eftir helgi.Eftir helgi fá einnig fjórtán einstaklingar, sem meðal annars búa nú á tjaldstæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði á Víðinesi. Verið er að standsetja húsið og koma fyrir rúmum, ísskápum, sameiginlegu eldhúsi og sjónvarpsrými. Þar getur fólkið verið þar til varanlegra húsnæði býðst. Þá stendur til að fjölga smáhýsum fyrir utangarðsfólk sem eru þrjú í dag. Tvær gámaíbúðir til viðbótar eru tilbúnar til uppsetningar en leit af hentugri lóð stendur yfir. Í gistiskýlinu á Lindargötu eru 25 rúm fyrir heimilislausa og telur Regína þörf á endurskoðun starfseminnar til að rúma fleiri. „Það hefur komið fyrir, en það er örsjaldan, að það hefur þurft að vísa fólki frá gistiskýlinu vegna þess að það sé fullt, en það er oftar sem það er ekki fullnýtt. En hópurinn er aðeins að breytast. Við erum að sjá yngra fólk, ungmenni, sem eru í harðri neyslu og svo erum við með hóp sem hefur verið lengi viðloðandi gistiskýlið og það er draumurinn að fyrir þennan eldri hóp getum við fundið varanlegri búsetu," segir Regína.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira