Porsche 911 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 09:26 Porsche 911 Carrera. Það er líklega ekki villtasti draumur aðdáenda hins goðsagnarkennda Porsche 911 bíls að hann verði tengiltvinnbíll, en Porsche hefur hinsvegar tekið ákvörðun um það að bjóða hann meðal annars í slíkri útfærslu. Það verður þó ekki fyrr en með andlitslyftingu næstu kynslóðar bílsins og þá líklega ekki fyrr en árið 2022-3. Porsche aðdáendur ættu aldeilis ekki að taka þessum fréttum illa því Porsche hefur lukkast einkar vel að búa Cayenne jeppann og Panamera stóra fjölskyldubílinn sem tengitvinnbíla. Panamera Turbo S E-Hybrid tengiltvinnbíllinn er nú einu sinni öflugasta gerð Porsche bíla sem framleiddur er nú um stundir og heil 680 hestöfl. Drægnin í nýjum Porsche 911 með rafmótorum verður að lágmarki 60 kílómetrar eingöngu á rafmagninu, að sögn forstjóra Porsche, Oliver Blume. Tilkoma rafmótora í viðbót við hinar öflugu vélar sem í Porsche 911 er verður aðeins til að auka afl og mikla upptöku bílanna, sem næg er nú fyrir. Prufanir eru hafnar á tengiltvinnbílaútfærslu 911 bílsins og eins og fyrri daginn hjá Porsche verður hann ekki settur á markað fyrr en fullkomnun hans verður náð. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður
Það er líklega ekki villtasti draumur aðdáenda hins goðsagnarkennda Porsche 911 bíls að hann verði tengiltvinnbíll, en Porsche hefur hinsvegar tekið ákvörðun um það að bjóða hann meðal annars í slíkri útfærslu. Það verður þó ekki fyrr en með andlitslyftingu næstu kynslóðar bílsins og þá líklega ekki fyrr en árið 2022-3. Porsche aðdáendur ættu aldeilis ekki að taka þessum fréttum illa því Porsche hefur lukkast einkar vel að búa Cayenne jeppann og Panamera stóra fjölskyldubílinn sem tengitvinnbíla. Panamera Turbo S E-Hybrid tengiltvinnbíllinn er nú einu sinni öflugasta gerð Porsche bíla sem framleiddur er nú um stundir og heil 680 hestöfl. Drægnin í nýjum Porsche 911 með rafmótorum verður að lágmarki 60 kílómetrar eingöngu á rafmagninu, að sögn forstjóra Porsche, Oliver Blume. Tilkoma rafmótora í viðbót við hinar öflugu vélar sem í Porsche 911 er verður aðeins til að auka afl og mikla upptöku bílanna, sem næg er nú fyrir. Prufanir eru hafnar á tengiltvinnbílaútfærslu 911 bílsins og eins og fyrri daginn hjá Porsche verður hann ekki settur á markað fyrr en fullkomnun hans verður náð.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður