Innlent

Flugvirkjar Icelandair hafa boðað ótímabundið verkfall viku fyrir jól

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Flugvirkjar Icelandair vilja ríkulegri launahækkanir en örfá prósent. Stefnir því í hart á milli deiluaðila í samningaviðræðum.
Flugvirkjar Icelandair vilja ríkulegri launahækkanir en örfá prósent. Stefnir því í hart á milli deiluaðila í samningaviðræðum. VÍSIR/VILHELM
Félagar í Flugvirkjafélagi Íslands sem starfa hjá Icelandair hafa boðað til verkfalls ótímabundið frá klukkan 06:00 þann 17. desember, takist ekki að semja fyrir þann tíma. Kosningu flugvirkja Icelandair um vinnustöðvun lauk í dag voru niðurstöðurnar mjög afgerandi samkvæmt formanni FVÍ. Þegar niðurstöðurnar lágu fyrir í dag var fundað í framhaldinu hjá ríkissáttasemjara til að reyna að ná sáttum, án árangurs.

„Það er boðaður fundur hjá Ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun, fyrsti fundur eftir að við boðuðum þessar aðgerðir,“ segir Óskar Einarsson formaður Flugvirkjafélags Íslands í samtali við Vísi. „Vonandi náum við einhverjum árangri.“

Rafræn kosning  félagsmanna hófst í fyrradag en deilan snýr aðeins að flugvirkjum sem starfa hjá Icelandair. Félagið hefur boðað til fundar á mánudag klukkan 18:00 þar sem farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna, úrslit kosningarinnar og framhaldið verður kynnt. Þar verður einnig opnað fyrir ábendingar og spurningar varðandi ferlið.

Óskar segir að viðbrögð Icelandair við fyrirhuguðu verkfalli hafa verið „ósköp hlutlaus.“

Verði af verkfallinu mun það hafa í för með sér mikla röskun á flugi, samkvæmt tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í dag. Deilu flugvirkja og Icelandair var vísað til sáttasemjara 8. september en á borði sáttasemjara er einnig deila Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair og deila flugvirkja og Air Atlanta Icelandic.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×