Þungbúið og þokusúld Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:55 Íslendingar mega búast við þungbúnu veðri með þokusúld. Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig. Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig.
Veður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira