Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 11:20 Formennirnir þrír þegar þeir kynntu sáttmálann í morgun. vísir/eyþór Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Þeim varð tíðrætt um að sáttmálinn væri óvenju ítarlegur og að í honum kvæði við nýjan tón en ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, ætlar sér meðal annars að efla Alþingi, fullvinna heilbrigðisstefnu fyrir þjóðina og fara í stórsókn í menntamálum. Vinstri græn fara með forsætisráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og umhverfisráðuneyti í stjórninni og Framsókn með samgöngu-og sveitarstjórnarmál, félags-og húsnæðismál og mennta-og menningarmál. Sjálfstæðisflokkurinn fer síðan með efnahags-og viðskiptaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, ferðamála-og iðnaðarráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið. Þá fá Vinstri græn forseta Alþingis. Taka höndum saman um tiltekin verkefni „Þetta er ekki bara spurning um þetta ríkisstjórnarsamstarf heldur líka eflingu Alþingis. Það er mikilvægt að við reynum að breyta vinnubrögðum og það er nýr tónn að þessir flokkir setjist niður og skrifi sáttmála og að jafn ólíkir flokkar taki höndum saman og brúi þau bil sem þar eru á milli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir meðal annars. Hún hóf fundinn og sagði það liggja fyrir að það væru stór verkefni fram undan í íslensku samfélagi. „Þau felast ekki síst í því að byggja upp innviðina,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega menntakerfið, heilbrigðiskerfið og samgöngumálin. Þá sagði hún jafnframt mikilvægt að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og skapa sátt á vinnumarkaði. „Það verður forgangsmál okkar fljótlega að setjast niður til funda með aðilum vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín.Katrín Jakobsdóttir er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.Tímamót hvernig horft er til Alþingis Hún sagði það leiðarljós í stjórnarsáttmálanum að flokkarnir þrír væru að taka höndum saman um tiltekin verkefni sem þeir telja vera lykilatriði fyrir íslenst samfélag og íslenska þjóð. Þá snerist sáttmálinn ekki bara um framkvæmdavaldið. „Heldur er einbeittur vilji til þess að efla Alþingi og hlutverk þess og styðja Alþingi,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði sáttmálann sýna þjóð í sóknarhug og að verið væri að sækja fram. „Það er mikið talað um innviðauppbyggingu og það dylst engum að þeir sem að honum standa hafa mikla trú á því að hér sé hægt að gera vel,“ sagði Bjarni. Hann sagði það jafnframt tímamót hvernig horft sé til Alþingis í sáttmálanum. Upptöku frá fundinum má sjá hér.Frítekjumark aldraðra hækkað upp í 100 þúsund krónur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði stjórnarsáttmálann óvenju ítarlegan og að flokkarnir hefðu gefið sér góðan tíma til þess að tala um flesta hluti. „Þessi sáttmáli endurspeglar það kannski sem sameinar alla stjórnmálaflokka á Íslandi og sérstaklega þá þrjá sem hér eru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann fór síðan yfir nokkur af þeim málum sem ríkisstjórnin hyggst hrinda í framkvæmd og sagði að meðal annars yrði tekið á því vandamáli sem væri uppi varðandi skammtímaleigu á íbúðum, til að mynda til ferðamanna. Þá yrði tekið á verðtryggingunni og frítekjumark aldraðra verður hækkað upp í 100 þúsund krónur. Einnig er stefnt að því að gera úttekt á kjörum þeirra tekjulægstu. „Í heildina séð er þetta ítarlegur sáttmáli sem tekur á mörgum þáttum og horfir til þess að gera hag hins venjulega Íslendings betri,“ sagði Sigurður Ingi.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15