Lilja Rafney: „Minn tími mun koma“ Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2017 13:58 Lilja Rafney Magnúsdóttir hefur átt sæti á þingi frá árinu 2009. Vísir/Ernir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist lítast vel á þá úr röðum Vinstri grænna sem munu gegna ráðherraembættum. Nafn Lilju Rafneyjar hafði oft komið upp í umræðum um mögulega ráðherra Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greindi frá því í hádeginu að hún muni gegna embætti forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir embætti heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson embætti umhverfisráðherra. „Við fáum þarna góðan einstakling inn í umhverfisráðuneytið. Ég hefði algerlega við tilbúin að taka að mér ráðuneyti, líkt og fleiri í þingflokknum. Það var hins vegar niðurstaðan að þetta væri gott fyrir okkur sem heild að breikka hópinn og fá þarna inn mann sem hefur starfað lengi með Landvernd og þekkir þennan geira vel. Þetta er öflugur liðsauki,“ segir Lilja Rafney um Guðmund Inga. Lilja segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti. „Ég tek við þeim verkefnum sem koma hverju sinni. Minn tími mun koma svo ég endurtaki orð góðrar konu. Það veit enginn hvað verður gert síðar á kjörtímabilinu í þessum efnum.“ Lilja Rafney segist reikna með að henni verði falin formennska í nefnd þó að enn eigi eftir að ganga frá því.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, segist lítast vel á þá úr röðum Vinstri grænna sem munu gegna ráðherraembættum. Nafn Lilju Rafneyjar hafði oft komið upp í umræðum um mögulega ráðherra Vinstri grænna. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greindi frá því í hádeginu að hún muni gegna embætti forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir embætti heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson embætti umhverfisráðherra. „Við fáum þarna góðan einstakling inn í umhverfisráðuneytið. Ég hefði algerlega við tilbúin að taka að mér ráðuneyti, líkt og fleiri í þingflokknum. Það var hins vegar niðurstaðan að þetta væri gott fyrir okkur sem heild að breikka hópinn og fá þarna inn mann sem hefur starfað lengi með Landvernd og þekkir þennan geira vel. Þetta er öflugur liðsauki,“ segir Lilja Rafney um Guðmund Inga. Lilja segist ekki vera svekkt eða sár að hún hafi sjálf ekki fengið ráðherraembætti. „Ég tek við þeim verkefnum sem koma hverju sinni. Minn tími mun koma svo ég endurtaki orð góðrar konu. Það veit enginn hvað verður gert síðar á kjörtímabilinu í þessum efnum.“ Lilja Rafney segist reikna með að henni verði falin formennska í nefnd þó að enn eigi eftir að ganga frá því.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira