Bette Midler segir Geraldo Rivera aldrei hafa beðist afsökunar á að hafa káfað á henni Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 21:08 Geraldo Rivera og Bette Midler Vísir/Getty Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“ Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira
Bandaríska leik- og söngkonan Bette Midler segir sjónvarpsmanninn Geraldo Rivera ekki enn hafa beðið sig afsökunar á því að hafa káfað á henni á áttunda áratug síðustu aldar. Rivera hefur beðist afsökunar á því að hafa reynt að verja sjónvarpsmanninn Matt Lauer sem var nýverið rekinn frá NBC News vegna ásakana um kynferðislega áreitni í garð samstarfsmanna. Rvera var harðlega gagnrýndur þegar hann sagði fjölmiðla bransann vera daðurskenndan og ekki ætti að nota ásakanir um kynferðislega áreitni til að ná sér niður á slæmum yfirmönnum eða fyrrverandi elskhugum. Um svipað leyti fór í umferð viðtal frá árinu 1991 sem fjölmiðlakonan Barbara Walters tók við Bette Midler þar sem listakonan greindi frá því að Rivera hefði káfað á henni. „Ég á afmæli á morgun. Mér líður eins og þetta myndband sé gjöf alheimsins til mín. Geraldo gæti hafa beðist afsökunar á að hafa stutt Matt Lauer, en hann á eftir að biðja mig afsökunar,“ sagði Midler á Twitter.Tomorrow is my birthday. I feel like this video was a gift from the universe to me. Geraldo may have apologized for his tweets supporting Matt Lauer, but he has yet to apologize for this. #MeToo pic.twitter.com/TkcolFWfA2— Bette Midler (@BetteMidler) November 30, 2017 <Geraldo Rivera starfar hjá Fox News en forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar sögðust vera hugsi vegna ummæla hans um Matt Lauer-málið. Rivera baðst afsökunar og sagðist meðal annars ekki hafa útskýrt nægjanlega vel að kynferðisleg áreitni væri hryllilegt vandamál sem hefur verið falið allt of lengi. Leiddi þetta til þess að viðtalið við Bette Midler fór aftur í umferð þar sem Midler kallaði Rivera slepjulegan spjallþáttastjórnanda. Hún rifjaði upp atvikið frá áttunda áratug síðustu aldar. Hún sagði Rivera og framleiðanda hans hafa króað hana af inni á baðherbergi þar sem þeir hafi neytt hana til að anda að sér lyfi sem veldur slökun í vöðum æðaveggja og svo káfað á henni. „Ég hafði ekki boðið mig á altari Geraldo Rivera. Hann var ósæmilegur.“ Deadline segir frá því að Rivera hefði rifjað þetta atvik upp í ævisögu hans sem nefnist: Exposing Myself. „Við vorum inni á baðherbergi að undirbúa okkur fyrir viðtalið. Á einhverjum tímapunkti lagði ég hendur mínar á brjóst hennar.“
Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Sjá meira