Gæti orðið „mjög blint“ á Norðurlandi og Vestfjörðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:39 Það er snjóþekja eða hálka á vegum um allt land. VÍSIR/VILHELM Vegagerðin varar við hríðarbakka sem er væntanlegur úr norðri. Veður mun versna til muna norðanlands og eins á norðanverðum Vestfjörðum. Vetrarfærð er á Norðurlandi, snjóþekja eða hálka víðast hvar. Þar má búast við 15-20 m/s með ofankomu og skafrenningi. „Mjög blint verður við þessar aðstæður og einnig á láglendi. Þó ekki snjói á sunnanverðum Vestfjörðum verður þar skafrenningur sem og á Snæfellsnesi og í Borgarfirði. Jaðar hríðarbakkans er skarpur. Honum er spáð við Tjörnes. Þar fyrir austan helst veður skaplegt,“ eins og segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á Dettifossvegi en þungfært á Siglufjarðarvegi frá Hofsósi í Ketilás. Eins er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og Vestfjörðum og eitthvað um éljagang og skafrenning. Þæfingur er á Vatnaleið, Ísafjarðardjúpi og úr Bjarnarfirði og norður í Gjögur en þungfært er á Kletthálsi. Þæfingur er á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiðin ófær.Sjá einnig: Mjög kuldalegt í kortunumÞá er einnig hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn. Þá vill Vegagerðin minna á að „örfáir vegir eru í þjónustu allan sólarhringinn. Í grennd við marga þéttbýlisstaði eiga vegir að vera færir til kl. 22 en víða lýkur þjónustu um kvöldmatarleytið eða jafnvel enn fyrr - og sumir vegir eru ekki í daglegri þjónustu,“ segir á vef Vegagerðarinnar og bætt við: „Eftir að þjónustu lýkur getur færð spillst nokkuð hratt þegar snjóar eða skefur og ástandið getur því orðið nokkuð annað en þegar vegir voru hreinsaðir síðast og færð skráð. Því er alltaf ráðlegt að skipuleggja ferðir innan þjónustutíma eftir því sem kostur er.“ Veður Tengdar fréttir Mjög kuldalegt í kortunum Ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám næstu daga. 20. nóvember 2017 06:20 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Vegagerðin varar við hríðarbakka sem er væntanlegur úr norðri. Veður mun versna til muna norðanlands og eins á norðanverðum Vestfjörðum. Vetrarfærð er á Norðurlandi, snjóþekja eða hálka víðast hvar. Þar má búast við 15-20 m/s með ofankomu og skafrenningi. „Mjög blint verður við þessar aðstæður og einnig á láglendi. Þó ekki snjói á sunnanverðum Vestfjörðum verður þar skafrenningur sem og á Snæfellsnesi og í Borgarfirði. Jaðar hríðarbakkans er skarpur. Honum er spáð við Tjörnes. Þar fyrir austan helst veður skaplegt,“ eins og segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Þæfingsfærð er á Dettifossvegi en þungfært á Siglufjarðarvegi frá Hofsósi í Ketilás. Eins er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og Vestfjörðum og eitthvað um éljagang og skafrenning. Þæfingur er á Vatnaleið, Ísafjarðardjúpi og úr Bjarnarfirði og norður í Gjögur en þungfært er á Kletthálsi. Þæfingur er á Hrafnseyrarheiði en Dynjandisheiðin ófær.Sjá einnig: Mjög kuldalegt í kortunumÞá er einnig hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi. Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn. Þá vill Vegagerðin minna á að „örfáir vegir eru í þjónustu allan sólarhringinn. Í grennd við marga þéttbýlisstaði eiga vegir að vera færir til kl. 22 en víða lýkur þjónustu um kvöldmatarleytið eða jafnvel enn fyrr - og sumir vegir eru ekki í daglegri þjónustu,“ segir á vef Vegagerðarinnar og bætt við: „Eftir að þjónustu lýkur getur færð spillst nokkuð hratt þegar snjóar eða skefur og ástandið getur því orðið nokkuð annað en þegar vegir voru hreinsaðir síðast og færð skráð. Því er alltaf ráðlegt að skipuleggja ferðir innan þjónustutíma eftir því sem kostur er.“
Veður Tengdar fréttir Mjög kuldalegt í kortunum Ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám næstu daga. 20. nóvember 2017 06:20 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira