Algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 15:30 Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur safnað að sér verðlaunum í haust og varð pabbi í fjórða sinn á dögunum. Lífið leikur við kappann eða alveg þangað til að kemur að því að koma boltanum í markið í spænsku deildinni. Cristiano Ronaldo náði ekki að skora í markalausu jafntefli Real Madrid og Atletico Madrid um helgina og það hlýtur að vera erfitt fyrir þennan metnaðarfulla leikmenn að horfa á tölfræði sína í spænsku deildinni það sem af er á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo hefur nefnilega aðeins skorað eitt mark í átta deildarleikjum í byrjun tímabilsins og stoðsendingarnar eru „aðeins“ tvær.Cristiano Ronaldo in La Liga this season: Shots: 55 Goals: 1 Struggling pic.twitter.com/wskR6ccMIi — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017 Ronaldo hefur þegar reynt 55 skot í þessum átta leikjum og er því með aðeins tæplega tvö prósent skotnýtingu í spænsku deildinni. Þegar við skoðum tölfræði Cristiano Ronaldo frá síðustu tímabilum með Real Madrid þá er um að ræða algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni. Hann var kominn með sjö fleiri mörk á sama tíma á síðustu tveimur tímabilum á undan og tímabilið 2014-15 þá var hann búinn að skorað nítján fleiri mörk en í vetur.Los goles de Cristiano en las primeras 12 jornadas de La Liga por temporada: 2009-10: 2010-11: 2011-12: 2012-13: 2013-14: 2014-15: 2015-16: 2016-17: 2017-18: (ha jugado 720 minutos en esta Liga) — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 18, 2017 Það sem meira er að þetta markaleysi Cristiano Ronaldo á sinn þátt í því að Real Madrid liðið er þegar komið tíu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir þessar tólf umferðir. Real Madrid er meira að segja sex stigum frá öðru sætinu þar sem Valencia er. Það er kannski ekkert skrýtið þótt að hann sé efni í nokkrar fyndnar færslur á Twitter eins og þessa hér fyrir neðan.Cristiano Ronaldo has had more children (3) in the last 5 months, than goals scored in La Liga (1). pic.twitter.com/2epdQBAMjG — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017 Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur safnað að sér verðlaunum í haust og varð pabbi í fjórða sinn á dögunum. Lífið leikur við kappann eða alveg þangað til að kemur að því að koma boltanum í markið í spænsku deildinni. Cristiano Ronaldo náði ekki að skora í markalausu jafntefli Real Madrid og Atletico Madrid um helgina og það hlýtur að vera erfitt fyrir þennan metnaðarfulla leikmenn að horfa á tölfræði sína í spænsku deildinni það sem af er á þessu tímabili. Cristiano Ronaldo hefur nefnilega aðeins skorað eitt mark í átta deildarleikjum í byrjun tímabilsins og stoðsendingarnar eru „aðeins“ tvær.Cristiano Ronaldo in La Liga this season: Shots: 55 Goals: 1 Struggling pic.twitter.com/wskR6ccMIi — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017 Ronaldo hefur þegar reynt 55 skot í þessum átta leikjum og er því með aðeins tæplega tvö prósent skotnýtingu í spænsku deildinni. Þegar við skoðum tölfræði Cristiano Ronaldo frá síðustu tímabilum með Real Madrid þá er um að ræða algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni. Hann var kominn með sjö fleiri mörk á sama tíma á síðustu tveimur tímabilum á undan og tímabilið 2014-15 þá var hann búinn að skorað nítján fleiri mörk en í vetur.Los goles de Cristiano en las primeras 12 jornadas de La Liga por temporada: 2009-10: 2010-11: 2011-12: 2012-13: 2013-14: 2014-15: 2015-16: 2016-17: 2017-18: (ha jugado 720 minutos en esta Liga) — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 18, 2017 Það sem meira er að þetta markaleysi Cristiano Ronaldo á sinn þátt í því að Real Madrid liðið er þegar komið tíu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir þessar tólf umferðir. Real Madrid er meira að segja sex stigum frá öðru sætinu þar sem Valencia er. Það er kannski ekkert skrýtið þótt að hann sé efni í nokkrar fyndnar færslur á Twitter eins og þessa hér fyrir neðan.Cristiano Ronaldo has had more children (3) in the last 5 months, than goals scored in La Liga (1). pic.twitter.com/2epdQBAMjG — GeniusFootball (@GeniusFootball) November 19, 2017
Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Sjá meira