Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. nóvember 2017 11:23 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm/GVA Jarðvísindamenn reyna nú að komast að því að olli því að sigketill myndaðist í miðri öskju Öræfajökuls. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræddi málið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að mögulega gætu jarðskjálftar á svæðinu hafa opnað sprungur að heitu svæði sem bræddi íshelluna. Einnig gæti kvika verið að troða sér inn í Öræfajökul. „Við þurfum að gera betri mælingar og athuganir til að átta okkur á þessari atburðarás,“ sagði Magnús Tumi.Undanfari Eyjafjallajökuls 16 til 18 ár Hann sagði jarðskjálfta vera líklegan undanfara eldgoss í Öræfajökli. Landris og aukin jarðhitavirkni segi einnig einhverja sögu og hægt að líta til hvernig aðrar kaldar eldstöðvar hafa hegðað sér þar sem ekki hefur gosið nema með nokkur hundruð ára millibili. Slíkar eldstöðvar þurfa að sögn Magnúsar Tuma að leggja töluvert á sig til að gjósa. Miklir jarðskjálftar voru í Eyjafjallajökli áður en gosið þar hófst árið 2010 og búast megi við það að Öræfajökull hegði sér með svipuðum hætti. „Ef það er það sem stefnir í gæti verið dálítill tími í það. Í Eyjafjallajökli var það sextán til átján ár,“ sagði Magnús Tumi.Tvö gos á sögulegum tíma Á sögulegum tíma hefur gosið í tvígang í Öræfajökli, árin 1362 og 1727. Gosið árið 1362 var með þeim stærstu sem orðið hafa á Íslandi. Um var að ræða sprengigos sem fylgdu um 10 rúmkílómetrar af gosefnum sem lögðust yfir Suðausturland og Austurland en aska frá þessu gosi fannst í jarðvegi víða í Evrópu og Skandinavíu. Magnús Tumi rakti hvernig Litla hérað, sem þótti góð sveit, eyddist í þessu gosi. Svæðið var byggt upp aftur síðar meir og hefur verið nefnd Öræfi síðan. Nafn með rentu enda var ekki búið á svæðinu næstu hundrað árin. Magnús Tumi segir ekki vitað með vissu afdrif íbúa Litla héraðs en talið er að þeir hafi farist í þessu gosi. Eldgosið árið 1727 var minna, en þó nokkuð, og olli miklu jökulhlaupi.Vakning Öræfajökuls tekin alvarlega Magnús Tumi sagði ljóst að Öræfajökull væri að vakna aftur til lífsins og það verði að taka alvarlega. „En það er sennilegast að ef hann ætlar að gjósa á næstunni þá sé nú svolítið í það. Þá er ég ekki að tala um í dag, vikur eða mánuði, en við verðum að fylgjast vel með.“ Hann sagði byggðina í Öræfasveit raðast þannig að flestum bæjum sé raðað þannig að þeir séu í sem mestu skjóli fyrir flóðum. Fyrir nokkrum árum var unnið ítarlegt hættumat af jökulhlaupum frá Öræfajökli þannig að vitað er nokkurn veginn hvert hlaup munu fara ef þau færu niður hinn eða þennan skriðjökulinn.Aðstæður mjög breyttar á fimm árum Magnús Tumi benti á að aðstæður í Öræfasveit séu með allt öðrum hætti í dag en fyrir fimm árum. Í dag séu miklu meira af fólki í Öræfasveit allan ársins hring vegna ferðamennsku. Hann sagði þessa náttúruvá fylgja því að búa á Íslandi. Þessi náttúruvá verði þó þess valdandi að fólk erlendis frá komi hingað til lands til að skoða hana. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir og íbúar í Öræfasveit séu mjög vel upplýstir um þennan nágranna sinn sem Öræfajökull er. Verður fundað með íbúum annað kvöld og farið yfir þessi mál. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Jarðvísindamenn reyna nú að komast að því að olli því að sigketill myndaðist í miðri öskju Öræfajökuls. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræddi málið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að mögulega gætu jarðskjálftar á svæðinu hafa opnað sprungur að heitu svæði sem bræddi íshelluna. Einnig gæti kvika verið að troða sér inn í Öræfajökul. „Við þurfum að gera betri mælingar og athuganir til að átta okkur á þessari atburðarás,“ sagði Magnús Tumi.Undanfari Eyjafjallajökuls 16 til 18 ár Hann sagði jarðskjálfta vera líklegan undanfara eldgoss í Öræfajökli. Landris og aukin jarðhitavirkni segi einnig einhverja sögu og hægt að líta til hvernig aðrar kaldar eldstöðvar hafa hegðað sér þar sem ekki hefur gosið nema með nokkur hundruð ára millibili. Slíkar eldstöðvar þurfa að sögn Magnúsar Tuma að leggja töluvert á sig til að gjósa. Miklir jarðskjálftar voru í Eyjafjallajökli áður en gosið þar hófst árið 2010 og búast megi við það að Öræfajökull hegði sér með svipuðum hætti. „Ef það er það sem stefnir í gæti verið dálítill tími í það. Í Eyjafjallajökli var það sextán til átján ár,“ sagði Magnús Tumi.Tvö gos á sögulegum tíma Á sögulegum tíma hefur gosið í tvígang í Öræfajökli, árin 1362 og 1727. Gosið árið 1362 var með þeim stærstu sem orðið hafa á Íslandi. Um var að ræða sprengigos sem fylgdu um 10 rúmkílómetrar af gosefnum sem lögðust yfir Suðausturland og Austurland en aska frá þessu gosi fannst í jarðvegi víða í Evrópu og Skandinavíu. Magnús Tumi rakti hvernig Litla hérað, sem þótti góð sveit, eyddist í þessu gosi. Svæðið var byggt upp aftur síðar meir og hefur verið nefnd Öræfi síðan. Nafn með rentu enda var ekki búið á svæðinu næstu hundrað árin. Magnús Tumi segir ekki vitað með vissu afdrif íbúa Litla héraðs en talið er að þeir hafi farist í þessu gosi. Eldgosið árið 1727 var minna, en þó nokkuð, og olli miklu jökulhlaupi.Vakning Öræfajökuls tekin alvarlega Magnús Tumi sagði ljóst að Öræfajökull væri að vakna aftur til lífsins og það verði að taka alvarlega. „En það er sennilegast að ef hann ætlar að gjósa á næstunni þá sé nú svolítið í það. Þá er ég ekki að tala um í dag, vikur eða mánuði, en við verðum að fylgjast vel með.“ Hann sagði byggðina í Öræfasveit raðast þannig að flestum bæjum sé raðað þannig að þeir séu í sem mestu skjóli fyrir flóðum. Fyrir nokkrum árum var unnið ítarlegt hættumat af jökulhlaupum frá Öræfajökli þannig að vitað er nokkurn veginn hvert hlaup munu fara ef þau færu niður hinn eða þennan skriðjökulinn.Aðstæður mjög breyttar á fimm árum Magnús Tumi benti á að aðstæður í Öræfasveit séu með allt öðrum hætti í dag en fyrir fimm árum. Í dag séu miklu meira af fólki í Öræfasveit allan ársins hring vegna ferðamennsku. Hann sagði þessa náttúruvá fylgja því að búa á Íslandi. Þessi náttúruvá verði þó þess valdandi að fólk erlendis frá komi hingað til lands til að skoða hana. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir og íbúar í Öræfasveit séu mjög vel upplýstir um þennan nágranna sinn sem Öræfajökull er. Verður fundað með íbúum annað kvöld og farið yfir þessi mál.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02