Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2017 14:45 Meðal þeirra sem segja frá áreitni og ofbeldi kollega sinna hafa starfað á Alþingi eða á öðrum vettvangi stjórnmála. Vísir/Anton Brink Fyrrverandi og núverandi ráðherrar Íslands, þingmenn, borgar- og bæjarstjórar, borgar- og bæjarfulltrúar og stjórnmálakonur úr öllum áttum eru á meðal hundraða kvenna sem telja að menningin í stjórnmálum hér á landi þurfi að breytast. Fjöldi kvenna hefur sögu að segja er varðar áreitni karla úr í heimi stjórnmála og jafnvel kynferðisbrot sem þær hafa orðið fyrir á sínum pólitíska ferli. Fleiri hundruð konur með tengsl við pólitískt starf ræða málin sín á milli í Facebook-hópi sem stofnaður var síðastliðinn föstudag. Hópurinn hefur á skömmum tíma blásið út og telur nú um sex hundruð konur. Um er að ræða fólk úr öllum flokkum, konur með mikla sem litla reynslu úr stjórnmálum. Konurnar koma úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Gerendur eru ekki nafngreindir en samkvæmt heimildum Vísis er bæði um að ræða frásagnir af nýlegum atburðum og eldri. Konurnar ætla að stíga fram í sameiningu, í krafti fjöldans, og kalla eftir breytingu í stjórnmálamenningu hér á landi. Er yfirlýsingar að vænta frá hópnum. Harvey Weinstein reyndi að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með lögfræðiteymi að vopni áður en ásakanir tóku að birtast.Vísir/Getty Weinstein- áhrifinÁ annað þúsund konur sem starfa í sænskum stjórnmálum stigu fram á dögunum með yfirlýsingu og lýstu áreitni og ofbeldi í störfum sínum. Málið hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð en segja má að um enn einn samfélagshópinn sé að ræða þar sem konur hafi fengið nóg. Til dæmis höfðu nær tvö þúsund sænskar söngkonur stigið fram með sams konar undirskriftarlista og á fimmta þúsund sænskar leikkonur. Áður höfðu hundruð kvenna úr stétt leikara stigið fram saman, konur úr dómskerfinu og sömuleiðis hafa konur í háskólasamfélaginu slæma sögu að segja. Rekja má þessa vitundarvakningu til umræðu um kynferðislega áreitni innan skemmtanaðiðnaðarins sem kviknaði eftir að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var sakaður um brot gegn leikkonum. Sökuðu konurnar Weinstein um ýmis konar brot, allt frá óviðeigandi tali til nauðgunar. Þá hefur leikarinn Kevin Spacey einnig verið sakaður um gróft áreiti og kynferðislegt ofbeldi gegn ungum leikurum á margra ára tímabili. Sigurjón Sighvatsson, íslenskur framleiðandi í Hollywood, hefur sagt að dagar mannanna tveggja í bransanum séu taldir. Kevin Spacey hefur löngum verið einn dáðasti leikari Hollywood en undanfarið hafa fjölmargir stígið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni leikarans.vísir/getty Áreitni í stjórnmálum vestanhafs Umræða um kynferðisbrot innan stjórnmála er þó ekki bundin við Svíþjóð. George H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið sakaður um að hafa áreitt konur bæði meðan hann gegndi forsetambætti og eftir. Al Franken, þingmaður Demókrata, hefur einnig verið sakaður af fleiri en einni konu um áreitni. Í eitt skipti náðist atvikið á mynd. Þá hefur Roy Moore, þingfambjóðandi Repúblikana, einnig verið sakaður um óviðeigandi og kynferðislega tilburði gagnvart táningsstúlkum. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Sama umræða í leiklistarheiminum Konur í leiklist á Íslandi stofnuðu sambærilegan lokaðan Facebook hóp á dögunum. Þar ræða hundruð kvenna saman og deila reynslu af valdaójafnvægi og kynferðislegri áreitni. Margar hafa greint frá eigin upplifun og aðrar sagt frá því sem þær hafi orðið vitni að. Um er að ræða bæði gömul og ný atvik og konur á öllum aldri hafa sagt frá sinni upplifun innan leiklistarheimsins hér á landi. Ekki hefur verið ákveðið hvort þessi hópur ætli að senda frá sér yfirlýsingu eða stíga fram opinberlega en Birna Hafstein formaður Félags íslenskra leikara hefur óskað eftir því að þetta væri rannsakað af fagfólki. „Þetta eru alvarleg brot. Það er mikil þöggun í þessum geira og ekki síst hér á Íslandi, í þessu litla samfélagi, í þessu vinasamfélagi. Þetta eru allt vinir, þetta er bara ein stór fjölskylda,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Fulltrúar leikfélaganna á Íslandi hafa nú fundað um þessar ásakanir. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra sagði í samtali við Vísi að það væri mjög mikilvægt að stuðst sé við rannsóknir til þess að meta stöðuna betur. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist.“ MeToo Alþingi Borgarstjórn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Fyrrverandi og núverandi ráðherrar Íslands, þingmenn, borgar- og bæjarstjórar, borgar- og bæjarfulltrúar og stjórnmálakonur úr öllum áttum eru á meðal hundraða kvenna sem telja að menningin í stjórnmálum hér á landi þurfi að breytast. Fjöldi kvenna hefur sögu að segja er varðar áreitni karla úr í heimi stjórnmála og jafnvel kynferðisbrot sem þær hafa orðið fyrir á sínum pólitíska ferli. Fleiri hundruð konur með tengsl við pólitískt starf ræða málin sín á milli í Facebook-hópi sem stofnaður var síðastliðinn föstudag. Hópurinn hefur á skömmum tíma blásið út og telur nú um sex hundruð konur. Um er að ræða fólk úr öllum flokkum, konur með mikla sem litla reynslu úr stjórnmálum. Konurnar koma úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi. Gerendur eru ekki nafngreindir en samkvæmt heimildum Vísis er bæði um að ræða frásagnir af nýlegum atburðum og eldri. Konurnar ætla að stíga fram í sameiningu, í krafti fjöldans, og kalla eftir breytingu í stjórnmálamenningu hér á landi. Er yfirlýsingar að vænta frá hópnum. Harvey Weinstein reyndi að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla með lögfræðiteymi að vopni áður en ásakanir tóku að birtast.Vísir/Getty Weinstein- áhrifinÁ annað þúsund konur sem starfa í sænskum stjórnmálum stigu fram á dögunum með yfirlýsingu og lýstu áreitni og ofbeldi í störfum sínum. Málið hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð en segja má að um enn einn samfélagshópinn sé að ræða þar sem konur hafi fengið nóg. Til dæmis höfðu nær tvö þúsund sænskar söngkonur stigið fram með sams konar undirskriftarlista og á fimmta þúsund sænskar leikkonur. Áður höfðu hundruð kvenna úr stétt leikara stigið fram saman, konur úr dómskerfinu og sömuleiðis hafa konur í háskólasamfélaginu slæma sögu að segja. Rekja má þessa vitundarvakningu til umræðu um kynferðislega áreitni innan skemmtanaðiðnaðarins sem kviknaði eftir að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var sakaður um brot gegn leikkonum. Sökuðu konurnar Weinstein um ýmis konar brot, allt frá óviðeigandi tali til nauðgunar. Þá hefur leikarinn Kevin Spacey einnig verið sakaður um gróft áreiti og kynferðislegt ofbeldi gegn ungum leikurum á margra ára tímabili. Sigurjón Sighvatsson, íslenskur framleiðandi í Hollywood, hefur sagt að dagar mannanna tveggja í bransanum séu taldir. Kevin Spacey hefur löngum verið einn dáðasti leikari Hollywood en undanfarið hafa fjölmargir stígið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni leikarans.vísir/getty Áreitni í stjórnmálum vestanhafs Umræða um kynferðisbrot innan stjórnmála er þó ekki bundin við Svíþjóð. George H.W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna hefur verið sakaður um að hafa áreitt konur bæði meðan hann gegndi forsetambætti og eftir. Al Franken, þingmaður Demókrata, hefur einnig verið sakaður af fleiri en einni konu um áreitni. Í eitt skipti náðist atvikið á mynd. Þá hefur Roy Moore, þingfambjóðandi Repúblikana, einnig verið sakaður um óviðeigandi og kynferðislega tilburði gagnvart táningsstúlkum. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Sama umræða í leiklistarheiminum Konur í leiklist á Íslandi stofnuðu sambærilegan lokaðan Facebook hóp á dögunum. Þar ræða hundruð kvenna saman og deila reynslu af valdaójafnvægi og kynferðislegri áreitni. Margar hafa greint frá eigin upplifun og aðrar sagt frá því sem þær hafi orðið vitni að. Um er að ræða bæði gömul og ný atvik og konur á öllum aldri hafa sagt frá sinni upplifun innan leiklistarheimsins hér á landi. Ekki hefur verið ákveðið hvort þessi hópur ætli að senda frá sér yfirlýsingu eða stíga fram opinberlega en Birna Hafstein formaður Félags íslenskra leikara hefur óskað eftir því að þetta væri rannsakað af fagfólki. „Þetta eru alvarleg brot. Það er mikil þöggun í þessum geira og ekki síst hér á Íslandi, í þessu litla samfélagi, í þessu vinasamfélagi. Þetta eru allt vinir, þetta er bara ein stór fjölskylda,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Fulltrúar leikfélaganna á Íslandi hafa nú fundað um þessar ásakanir. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra sagði í samtali við Vísi að það væri mjög mikilvægt að stuðst sé við rannsóknir til þess að meta stöðuna betur. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist.“
MeToo Alþingi Borgarstjórn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira