Sjáðu brot úr lokaþættinum: Fósturbörn hluti af kennsluefni í HÍ á næstu önn Guðný Hrönn og Stefán Árni Pálsson skrifa 22. nóvember 2017 11:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni. Fósturbörn Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Ég ákvað árið 2011 þegar ég fór í gegnum kerfið sjálfur að gera þætti um fósturkerfið á Íslandi. Þarna kynntist ég algjörlega földum heimi sem mjög lítið hafði verið fjallað um enda hefur það komið flestum á óvart að á Íslandi séu yfir fjögur hundruð börn í fóstri og fer fjölgandi,“ segir Sindri Sindrason, umsjónarmaður þáttanna Fósturbarna sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í vetur. Síðasti þátturinn fór í loftið í gær og hafa viðtökur við þáttunum verið gríðarlega góðar. „Ég hef aldrei fengið eins sterk viðbrögð við neinu m þætti,“ segir Sindri en áskriftarsalan tók kipp og var áhorfið eftir því. „Enda held ég að málefnið snerti við fólki,“ segir Sindri. Tók viðtöl við fjörutíu manns en sýndi aðeins helminginn Sindri hefur unnið að þáttunum í rúmt ár ásamt Fannari Scheving Edwardssyni klippara. Rætt var við yfir fjörutíu manns á tímabilinu en þeir gátu ekki komið öllum viðmælendum sínum að. „Nei, því miður, aðeins helmingnum. Við Fannar vildum sýna allar hliðar fósturkerfisins en þar sem þættirnir voru aðeins sjö urðum við að velja og hafna,“ segir Sindri sem útilokar ekki að framhald verði á seríunni.Alls ekkert sjálfsagt „Það var ekki ljóst í byrjun að við myndum ná sjö þáttum enda ekki sjálfsagt að fá fólk til að viðurkenna að það hafi ekki alveg staðið sig í foreldrahlutverkinu. Þá var heldur ekki sjálfsagt að fá fósturbörn til að tjá sig enda segjast þau mörg hver finna fyrir fordómum. En þetta tókst og vona ég að fólk hafi aðra mynd af fósturkerfinu í dag.“ Þættirnir verða hluti af kennsluefni HÍ Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur óskað eftir því að þættirnir verði hluti af kennsluefni á næstu önn og verður Sindri gestakennari. „Ég verð reyndar sjálfur aðeins í síðasta tíma námskeiðsins en mér finnst það vera mikill heiður að Háskóli Íslands vilji nota efnið,“ segir Sindri og bætir við að til standi að stofna félag fósturbarna á Íslandi. „Ég er ánægður með að efnið hafi vakið fólk til umhugsunar, umræðan sé opnari og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem komu að þáttunum,“ segir Sindri að lokum. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en það var lokaþátturinn í þáttaröðinni.
Fósturbörn Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira