Milljónakröfu Þorsteins vegna Radiohead-tónleikanna vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2017 11:15 Tónleikar Radiohead eru gjarnan mikið sjónarspil. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfu Þorsteins Stephensens um greiðslu tíu milljón króna skuldar af hálfu Secret Solstice-hátíðarinnar vegna vinnu Þorsteins fyrir hátíðina. Hlutverk Þorsteins var meðal annars að sjá til þess að breska hljómsveitin Radiohead kæmi fram á hátíðinni á síðasta ári. Málið má rekja til samnings um ráðgjafarþjónustu sem Þorsteinn og Solstice Productions, sem sér um Secret Solstice tónleikahátíðina sem haldin er í Laugardal á ári hverju, gerðu með sér. Samningurinn skiptist í tvo kafla. Samkvæmt fyrri kafla samningsins átti Þorsteinn að koma á kynnum og gera hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar væru til þess að hljómsveitin Radiohead kæmi fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice árið 2016. Samkvæmt síðari kafla samningsins átti Þorsteinn að veita aðstandendum hátíðarinnar nauðsynlega aðstoð við skipulagningu, undirbúning og uppsetningu Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar á hverju ári, þar á meðal umsjón með bókun listamanna auk fleiri verkefna.Radiohead á sviðinu á umræddum tónleikum í Laugardalshöll 2016.Vísir/HannaSamkvæmt samningnum átti að greiða Þorsteini fjórar milljónir króna, auk 506.757 hluta í Solstice Productions, þegar samningur höfðu náðst við Radiohead. Þá átti Solstice Productions að greiða Þorsteini fjórar milljónir, samkvæmt síðari hluta samningsins, eftir lok tónlistarhátíðarinnar á ári. Mál sitti gagnvart Solstice Productions reisti Þorsteinn á því að samningar hefðu tekist á milli Solstice Productions og Radiohead, sem hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll á tónleikahátíðinni. Hann hafi því átt að fá greitt samkvæmt fyrsta kafla samningsins en greiðslan hafi hins vegar ekki verið innt af hendi af hálfu Solstice Productions. Gaf hann einnig út reikning vegna seinni kafla samningsins, og var hann greiddur að fullu.Ósátt við Rammstein og Muse tónleika Þorsteins Reyndi Þorsteinn að fá greiðsluna vegna fyrri hluta samningsins innta af hendi en var tjáð að Solstice Productions hafnaði greiðsluskyldu á þeim grundvelli að hann hefði ekki fyllilega efnt samningsskyldur sínar. Þetta sætti Þorsteinn sig ekki við, taldi hann sig að fullu hafa staðið við samninginn. Stefndi hann Solstice Productions til greiðslu tíu milljóna, annars vegar fjögurra milljóna samkvæmt fyrri kafla samningsins, og hins vegar sex milljóna, vegna innlausnar á eignarhluta í Solstice Procuctions sem Þorsteinn taldi sig eiga rétt á, samkvæmt samningnum.Þorsteinn Stephensen.Vísir/HörðurSolstice Productions taldi hins vegar að Þorsteinn hefði farið gegn fyrirmælum í samningnum þegar hann bókaði og skipulagði tónleika þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, sem haldnir voru í Kórnum þann 20. maí á síðasta ári, nokkrum vikum fyrir Secret Solstice hátíðina. Þá hafi hann einnig staðið að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Muse þann 6. ágúst. Kemur fram að Solstice Productions undirbúi stefnu á hendur Þorsteini þar sem félagið hyggist krefjast „endurgreiðslu samningsgreiðslna og skaðabóta vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir vegna samningsbrota og vanefnda,“ af hálfu Þorsteins. Þá taldi félagið að allar kröfur Þorsteins væru byggðar á þeirri grundvallarforsendu að hann hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum, sú forsenda væri hins vegar röng. Hann hafi vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum „í veigamiklum atriðum“ og valdið félaginu „verulegu tjóni“. Vísa ætti því málinu frá dómi.Gerðu athugasemd við „ruglingslega“ framsetningu Félagið benti einnig á að Þorsteinn hefði aldrei gefið út reikning vegna vinnu sinnar við að bóka Radiohead á hátíðina. Hann hafi því ekki gert innheimtutilraunir á grundvelli óútgefinna reikninga. Þá taldi félagið einnig að framsetning Þorsteins á kröfum hans í málinu væri „ruglingsleg“ og að ósamræmi væri í dómkröfum annars vegar og málsástæðum hins vegar. Tók dómari undir málflutning Solstice Productions en málinu var vísað frá á grundvelli þess að verulegur misbrestur væri á því að dómkröfur Þorsteins væru skýrar. Gerði dómari margvíslegar athugasemdir við dómkröfur Þorsteins, meðal annars þær að Þorsteinn gæti ekki gert kröfu um sölurétt á hlutabréfum sem hann hafði aldrei eignast eða fært sönnur á því að væru í eigu hans. Þá væri krafa hans um sex milljón króna greiðslu ekki rökstudd nægilega vel. Voru þessir brestir, sem og fleiri, í málflutningi Þorsteins taldir það verulegir að ekki yrði bætt úr þeim undir rekstri málsins. Var krafa um frávísun málsins því tekin til greina. Þarf Þorsteinn að greiða Solstice Productions 300 þúsund krónur í málskostnað.Úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Það varð allt vitlaust þegar Radiohead tók Creep - Myndband Tónleikagestir tóku vel undir. 17. júní 2016 00:01 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfu Þorsteins Stephensens um greiðslu tíu milljón króna skuldar af hálfu Secret Solstice-hátíðarinnar vegna vinnu Þorsteins fyrir hátíðina. Hlutverk Þorsteins var meðal annars að sjá til þess að breska hljómsveitin Radiohead kæmi fram á hátíðinni á síðasta ári. Málið má rekja til samnings um ráðgjafarþjónustu sem Þorsteinn og Solstice Productions, sem sér um Secret Solstice tónleikahátíðina sem haldin er í Laugardal á ári hverju, gerðu með sér. Samningurinn skiptist í tvo kafla. Samkvæmt fyrri kafla samningsins átti Þorsteinn að koma á kynnum og gera hverjar þær ráðstafanir sem nauðsynlegar væru til þess að hljómsveitin Radiohead kæmi fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice árið 2016. Samkvæmt síðari kafla samningsins átti Þorsteinn að veita aðstandendum hátíðarinnar nauðsynlega aðstoð við skipulagningu, undirbúning og uppsetningu Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar á hverju ári, þar á meðal umsjón með bókun listamanna auk fleiri verkefna.Radiohead á sviðinu á umræddum tónleikum í Laugardalshöll 2016.Vísir/HannaSamkvæmt samningnum átti að greiða Þorsteini fjórar milljónir króna, auk 506.757 hluta í Solstice Productions, þegar samningur höfðu náðst við Radiohead. Þá átti Solstice Productions að greiða Þorsteini fjórar milljónir, samkvæmt síðari hluta samningsins, eftir lok tónlistarhátíðarinnar á ári. Mál sitti gagnvart Solstice Productions reisti Þorsteinn á því að samningar hefðu tekist á milli Solstice Productions og Radiohead, sem hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll á tónleikahátíðinni. Hann hafi því átt að fá greitt samkvæmt fyrsta kafla samningsins en greiðslan hafi hins vegar ekki verið innt af hendi af hálfu Solstice Productions. Gaf hann einnig út reikning vegna seinni kafla samningsins, og var hann greiddur að fullu.Ósátt við Rammstein og Muse tónleika Þorsteins Reyndi Þorsteinn að fá greiðsluna vegna fyrri hluta samningsins innta af hendi en var tjáð að Solstice Productions hafnaði greiðsluskyldu á þeim grundvelli að hann hefði ekki fyllilega efnt samningsskyldur sínar. Þetta sætti Þorsteinn sig ekki við, taldi hann sig að fullu hafa staðið við samninginn. Stefndi hann Solstice Productions til greiðslu tíu milljóna, annars vegar fjögurra milljóna samkvæmt fyrri kafla samningsins, og hins vegar sex milljóna, vegna innlausnar á eignarhluta í Solstice Procuctions sem Þorsteinn taldi sig eiga rétt á, samkvæmt samningnum.Þorsteinn Stephensen.Vísir/HörðurSolstice Productions taldi hins vegar að Þorsteinn hefði farið gegn fyrirmælum í samningnum þegar hann bókaði og skipulagði tónleika þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, sem haldnir voru í Kórnum þann 20. maí á síðasta ári, nokkrum vikum fyrir Secret Solstice hátíðina. Þá hafi hann einnig staðið að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Muse þann 6. ágúst. Kemur fram að Solstice Productions undirbúi stefnu á hendur Þorsteini þar sem félagið hyggist krefjast „endurgreiðslu samningsgreiðslna og skaðabóta vegna þess tjóns sem hann hafi orðið fyrir vegna samningsbrota og vanefnda,“ af hálfu Þorsteins. Þá taldi félagið að allar kröfur Þorsteins væru byggðar á þeirri grundvallarforsendu að hann hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum, sú forsenda væri hins vegar röng. Hann hafi vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum „í veigamiklum atriðum“ og valdið félaginu „verulegu tjóni“. Vísa ætti því málinu frá dómi.Gerðu athugasemd við „ruglingslega“ framsetningu Félagið benti einnig á að Þorsteinn hefði aldrei gefið út reikning vegna vinnu sinnar við að bóka Radiohead á hátíðina. Hann hafi því ekki gert innheimtutilraunir á grundvelli óútgefinna reikninga. Þá taldi félagið einnig að framsetning Þorsteins á kröfum hans í málinu væri „ruglingsleg“ og að ósamræmi væri í dómkröfum annars vegar og málsástæðum hins vegar. Tók dómari undir málflutning Solstice Productions en málinu var vísað frá á grundvelli þess að verulegur misbrestur væri á því að dómkröfur Þorsteins væru skýrar. Gerði dómari margvíslegar athugasemdir við dómkröfur Þorsteins, meðal annars þær að Þorsteinn gæti ekki gert kröfu um sölurétt á hlutabréfum sem hann hafði aldrei eignast eða fært sönnur á því að væru í eigu hans. Þá væri krafa hans um sex milljón króna greiðslu ekki rökstudd nægilega vel. Voru þessir brestir, sem og fleiri, í málflutningi Þorsteins taldir það verulegir að ekki yrði bætt úr þeim undir rekstri málsins. Var krafa um frávísun málsins því tekin til greina. Þarf Þorsteinn að greiða Solstice Productions 300 þúsund krónur í málskostnað.Úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30 Það varð allt vitlaust þegar Radiohead tók Creep - Myndband Tónleikagestir tóku vel undir. 17. júní 2016 00:01 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Stórkostlegir tónleikar Radiohead slógu í gegn: „Það er frábært að spila loksins á Íslandi“ Hin goðsagnakennda hljómsveit Radiohead spilaði vel og lengi í Laugardalshöll í gær. Mörg af helstu lögum hljómsveitarinnar fengu að heyrast. 18. júní 2016 10:30
Það varð allt vitlaust þegar Radiohead tók Creep - Myndband Tónleikagestir tóku vel undir. 17. júní 2016 00:01