„Hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 20:00 Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Fyrrverandi þingkona segist hafa upplifað óþverra og ógnanir í störfum sínum en taldi menninguna á þingi breytta áður en íslenskar stjórnmálakonur stigu fram. Karlar á þingi hafa rætt ástandið og segir jafnréttismálaráðherra að kynbundið ofbeldi og áreiti megi ekki þagga niður innan flokka. Í gær sendu 306 íslenskar stjórnmálakonur frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og og áreitni í pólitík. Á listanum eru meðal annars fyrrververandi og núverandi þingkonur ásamt borgar- og bæjarfulltrúum á öllum aldri. Guðrún Ögmundsdóttir starfaði á vettvangi stjórnmála um árabil og var meðal annars borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og þinkona Samfylkingar. Hún hætti á þingi árið 2007 og segist hafa borið von í brjósti um að menningin hefði breyst síðan þá. „Það sem kemur mér svolítið á óvart og ég er bæði glöð og hrygg er í rauninni að þetta skuli vera svona algengt meðal yngri kvenna í stjórnmálum. Ég hélt að þetta væri pínulítið liðin tíð. Ég er svo barnaleg sko," segir Guðrún. Hún segir stjórnmálakonur hafa þurft að brýna sig fyrir aðkasti og áreitni í störfum. „Það var hreinn og klár óþverragangur sem maður upplifði. Það er nú eiginlega ekkert hægt að segja neitt annað. Og miklar ógnanir. Síðan fær maður einhvern skjöld og lætur þetta yfir sig ganga. Reynir að svara fullum hálsi. Ég sagði það nú og hef sagt það við menn: „Bara hættu að káfa á mér góði" en maður er líka mjög varnarlaus fyrir þessu," segir Guðrún. Hún fagnar samstöðumættinum og trúnaðinum sem konur hafa myndað þvert á flokka. „Ég er ótrúlega glöð að við skulum vera að lyfta þessu pottloki og þora að kíkja ofan í án þess að það verði persónugert, án þess að umræðan snúist um hver hafi upplifað verstu hlutina, af því það hafa greinilega allar konur í stjórnmálum lent í einhverju," segir Guðrún. Þingkarlar úr öllum flokkum sögðust í dag ætla að bregðast við áskorun þingkvenna. Jafnréttismálaráðherra segir karlana stefna að starfsdegi, eða svokölluðum „Barber shop-degi" í janúar þar sem ræða á um áreitni á Alþingi. Hann segir mikilvægt að þagga svona mál ekki niður. „Sumt af því sem verið er að lýsa er jafnvel mjög gróft eða áreiti sem væri full ástæða til að kæra og er eitthvað sem flokkar eiga ekki að viðhafa eitthvað þagnarbindindi um eða ætla að leysa innan sinna raða. Heldur einmitt að tryggja að málin séu tekin upp á yfirborðið og þau séu kláruð," segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira