Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Karl Lúðvíksson skrifar 23. nóvember 2017 08:37 Mynd: KL Þrátt fyrir að næsta veiðitímabil hefjist ekki fyrr en 1.apríl á næsta ári eru veiðimenn komnir á fullt með að bóka sig fyrir næsta sumar. Veiðin í sumar var með ágætum og þar sem veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari standa vonir og væntingar í þá átt að næsta sumar verði ekki síðra. Veiðimenn eru komnir á fullt með að bóka leyfi enda þarf að sækja mjög snemma um á þeim veiðisvæðum sem njóta mestra vinsælda og nokkur veiðisvæði eru þegar uppseld. Einn af stærstu veiðileyfasölum landsins er Stangaveiðifélag Reykjavíkur og hafa starfsmenn á skrifstofu félagsins haft í nógu að snúast síðustu daga enda stendur undirbúningur á forúthlutun til félagsmanna yfir. "Það gengur mjög vel að selja fyrir næsta ár, forsalan hjá okkur hefur gengið mjög vel hjá okkur, Haukadalsá og Hítará komnar vel á veg, Langá og Straumfjarðará orðnar mjög vel setnar og urriðasvæðin komnir á svipaðan stað og þær voru í fyrra. Félagsúthlutun hefst núna fljótlega og þar ber helst að nefna nýjan umsóknarvef sem hefur verið í bígerð og verður kynntur á næstu dögum" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi. Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði
Þrátt fyrir að næsta veiðitímabil hefjist ekki fyrr en 1.apríl á næsta ári eru veiðimenn komnir á fullt með að bóka sig fyrir næsta sumar. Veiðin í sumar var með ágætum og þar sem veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari standa vonir og væntingar í þá átt að næsta sumar verði ekki síðra. Veiðimenn eru komnir á fullt með að bóka leyfi enda þarf að sækja mjög snemma um á þeim veiðisvæðum sem njóta mestra vinsælda og nokkur veiðisvæði eru þegar uppseld. Einn af stærstu veiðileyfasölum landsins er Stangaveiðifélag Reykjavíkur og hafa starfsmenn á skrifstofu félagsins haft í nógu að snúast síðustu daga enda stendur undirbúningur á forúthlutun til félagsmanna yfir. "Það gengur mjög vel að selja fyrir næsta ár, forsalan hjá okkur hefur gengið mjög vel hjá okkur, Haukadalsá og Hítará komnar vel á veg, Langá og Straumfjarðará orðnar mjög vel setnar og urriðasvæðin komnir á svipaðan stað og þær voru í fyrra. Félagsúthlutun hefst núna fljótlega og þar ber helst að nefna nýjan umsóknarvef sem hefur verið í bígerð og verður kynntur á næstu dögum" sagði Ari Hermóður Jafetsson framkvæmdastjóri SVFR í samtali við Veiðivísi.
Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði