„Stjarfur af hræðslu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 18:58 „Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi. Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Maðurinn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt,“ segir Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir fimm ára drengs sem sleginn var í andlitið af manni í annarlegu ástandi í gær.Greint var frá málinu á Vísi í dag, en tveir menn voru handteknir eftir árásina. Þeim var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum í dag, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra.Fanney tók þessa mynd af syni sínum eftir árásina, en ef vel er að gáð sjást blóðblettir framan á henni. Hún segir hann hafa verið alblóðugan.„Hann [árásarmaðurinn] rífur í hurðina hjá barninu mínu sem situr í stólnum sínum beint fyrir aftan mig, og ég öskra á manninn. Svo heyri ég að Krummi, sonur minn, segir „neineinei“. Ég gef þá í og bruna yfir ljósin, stoppa uppi á gangstétt þarna rétt hjá og þegar ég lít í baksýnisspegilinn sé ég að hann er allur í blóði. Ég vissi í rauninni ekkert hvað hefði gerst – ég tók ekkert eftir því að maðurinn hefði lamið hann,“ segir Fanney, sem segir fjölskylduna alla í miklu uppnámi. Fanney segir viðstadda hafa kallað til lögreglu, og að í framhaldinu hafi hún farið með drenginn á slysadeild, þar sem hún hafi fengið áverkavottorð. Sömuleiðis hafi hún óskað eftir að fá áfallahjálp, því drengurinn sé mjög skelkaður. „Það er eins og hann hafi verið stjarfur af hræðslu. Eftir að ég næ að stoppa bílinn og fer aftur í til hans þá grætur hann, og ég reyni að hugga hann. Hann er hræddur og segir að við megum aldrei vera í bílnum nema hann sé læstur. Hann vaknar til dæmis aldrei á nóttunni, en hann vaknaði tvisvar í nótt grátandi,“ segir hún. „Það skiptir mestu máli að hann nái að vinna úr þessi áfalli, því þetta er augljóslega að hafa djúp áhrif á hann.“ Sem fyrr segir er rannsókn málsins vel á leið komin, en að sögn lögreglu var ekki talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald. Mennirnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi.
Tengdar fréttir Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Drengurinn var í bíl með móður sinni þegar mennirnir, sem voru í annarlegu ástandi, rífa upp hurð á bílnum og grunaðir um að hafa slegið barnið í andlitið. 23. nóvember 2017 10:41