Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 23:30 Björt Ólafsdótir er hér ásamt þeim Bjarna Benediktssyni og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, tveimur ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, við undirritun sex ráðuneyta um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í maí síðastliðnum. vísir/eyþór Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Þetta segir hún í færslu á Facebook fyrr í kvöld þar sem hún ræðir samstarf Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki er annað að skilja á færslunni en að hún sé að vara Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, við því að fara í samstarf með Sjálfstæðismönnum en Katrín á sem kunnugt er í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við þá og Framsóknarflokkinn. Þá má heldur ekki skilja annað á færslunni en að Björt telji það mistök að hafa farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eins og einhverjum er eflaust í fersku minni sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Katrín Jakobsdóttir ásamt þeim Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni í Ráðherrabústaðnum í vikunni þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar.vísir/ernir„Það lætur einhver eins og andskotinn“ Björt rifjar þetta upp í færslunni og segir að við ríkisstjórnarmyndun hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið með ýmislegt í farteskinu en ekki uppreist æru. „Það er mér enn til furðu að einhverjum geti fundist það léttvægt mál. En, umræðurnar gengu vel því flokkurinn minn er í mörgum atriðum bara ágætlega sammála Sjálfstæðisflokknum, það er að minnsta kosti á pappír. Frjálslyndi, skattastefna, nútíma/alþjóðavæðing og fleira getum við í Bjartri Framtíð tengt við marga þar inni. Og það ólíkt VG. En svo er það það sem að ekki er skrifað í neinar stefnur en allir auðvitað vita. Það mun eitthvað koma uppá. Það lætur einhver eins og andskotinn. Það verða hneykslismál,“ segir Björt og greinir síðan frá því að hún hafi viljað klára sín mál í ráðuneytinu á tveimur árum en ekki fjórum.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Bessastaði þegar hún tók við völdum í janúar síðastliðnum.vísir/anton brinkEkki bara ákveðið sí svona að slíta ríkisstjórn „Ég var í kapphlaupi við tímann því ég vissi að eitthvað mannlegt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynslunni, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Og það var það sem gerðist. Auðvitað var ekki bara ákveðið sí svona á fundi heima hjá Óttari að slíta ríkisstjórn. Það höfðum við tvö séð fyrir strax fyrr um daginn þegar fréttir í fjölmiðlum bárust. Ég hringdi og bað fólk hjá samstarfsflokknum um að bregðast við. En það var búið að ákveða að gera það ekki og þar við sat. Sjálfstæðisflokkurinn vissi það fyrir umrætt afdrífaríkt rafrænt kosningakvöld hvað myndi gerast. Skeytingaleysi og leyndarhyggja gagnvart ömurlegri stjórnsýslu vegna kynferðisglæpa myndi aldrei líðast hjá Bjartri Framtíð. Svo einfalt var það í huga okkar - en svo flókið fyrir mörgum öðrum,“ skrifar Björt og heldur svo áfram: „Núna er trúverðugleikinn gefinn eftir fyrirfram. Ég er ekki pólitískt með Vinstri Grænum fyrir fimmaur. Kaupi ekki græna talið því verkin hjá þeim vitna um annað, trúi ekki körlunum þegar þeir tala um femínisma en gefa ekki þumlung eftir vegna sjálfs sín og 34 ára á Alþingi. En það er þarna taug til Katrínar og annarra kvenna í VG sem ég hef unnið með á þingi. Ég mun auðvitað taka rimmuna við þær og þessa væntanlegu ríkistjórn og það verður fínt fyrir mig og Bjarta Framtíð. En ég óska þeim samt ekki að gera sömu mistök og við.“Færslu Bjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Björt Ólafsdóttir fór ofan í saumana á atburðarásinni. 29. október 2017 12:42 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Þetta segir hún í færslu á Facebook fyrr í kvöld þar sem hún ræðir samstarf Bjartrar framtíðar við Sjálfstæðisflokkinn. Ekki er annað að skilja á færslunni en að hún sé að vara Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, við því að fara í samstarf með Sjálfstæðismönnum en Katrín á sem kunnugt er í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum við þá og Framsóknarflokkinn. Þá má heldur ekki skilja annað á færslunni en að Björt telji það mistök að hafa farið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eins og einhverjum er eflaust í fersku minni sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Katrín Jakobsdóttir ásamt þeim Bjarna Benediktssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni í Ráðherrabústaðnum í vikunni þar sem þau hafa fundað um myndun nýrrar ríkisstjórnar.vísir/ernir„Það lætur einhver eins og andskotinn“ Björt rifjar þetta upp í færslunni og segir að við ríkisstjórnarmyndun hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið með ýmislegt í farteskinu en ekki uppreist æru. „Það er mér enn til furðu að einhverjum geti fundist það léttvægt mál. En, umræðurnar gengu vel því flokkurinn minn er í mörgum atriðum bara ágætlega sammála Sjálfstæðisflokknum, það er að minnsta kosti á pappír. Frjálslyndi, skattastefna, nútíma/alþjóðavæðing og fleira getum við í Bjartri Framtíð tengt við marga þar inni. Og það ólíkt VG. En svo er það það sem að ekki er skrifað í neinar stefnur en allir auðvitað vita. Það mun eitthvað koma uppá. Það lætur einhver eins og andskotinn. Það verða hneykslismál,“ segir Björt og greinir síðan frá því að hún hafi viljað klára sín mál í ráðuneytinu á tveimur árum en ekki fjórum.Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar við Bessastaði þegar hún tók við völdum í janúar síðastliðnum.vísir/anton brinkEkki bara ákveðið sí svona að slíta ríkisstjórn „Ég var í kapphlaupi við tímann því ég vissi að eitthvað mannlegt myndi koma uppá og ég vissi líka, því miður bara af reynslunni, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Og það var það sem gerðist. Auðvitað var ekki bara ákveðið sí svona á fundi heima hjá Óttari að slíta ríkisstjórn. Það höfðum við tvö séð fyrir strax fyrr um daginn þegar fréttir í fjölmiðlum bárust. Ég hringdi og bað fólk hjá samstarfsflokknum um að bregðast við. En það var búið að ákveða að gera það ekki og þar við sat. Sjálfstæðisflokkurinn vissi það fyrir umrætt afdrífaríkt rafrænt kosningakvöld hvað myndi gerast. Skeytingaleysi og leyndarhyggja gagnvart ömurlegri stjórnsýslu vegna kynferðisglæpa myndi aldrei líðast hjá Bjartri Framtíð. Svo einfalt var það í huga okkar - en svo flókið fyrir mörgum öðrum,“ skrifar Björt og heldur svo áfram: „Núna er trúverðugleikinn gefinn eftir fyrirfram. Ég er ekki pólitískt með Vinstri Grænum fyrir fimmaur. Kaupi ekki græna talið því verkin hjá þeim vitna um annað, trúi ekki körlunum þegar þeir tala um femínisma en gefa ekki þumlung eftir vegna sjálfs sín og 34 ára á Alþingi. En það er þarna taug til Katrínar og annarra kvenna í VG sem ég hef unnið með á þingi. Ég mun auðvitað taka rimmuna við þær og þessa væntanlegu ríkistjórn og það verður fínt fyrir mig og Bjarta Framtíð. En ég óska þeim samt ekki að gera sömu mistök og við.“Færslu Bjartar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Björt Ólafsdóttir fór ofan í saumana á atburðarásinni. 29. október 2017 12:42 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Sjá meira
Björt Ólafsdóttir: „Heyrðu það þýðir ekkert að vera að skrifa aftur söguna hérna“ Björt Ólafsdóttir fór ofan í saumana á atburðarásinni. 29. október 2017 12:42
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent