54 metrar á sekúndu í hviðum í Hamarsfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 20:38 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 21 í kvöld. veðurstofa íslands Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun. Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fleiri fréttir Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Sjá meira
Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20
Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27
Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent