Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 15:50 Frá fundi formannanna í hádeginu í dag. vísir/ernir Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38