Ferðamennirnir skelkaðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 20:00 Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns. Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á indónesísku eyjunni Balí og um hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín þar sem óttast er að eldfjallið Agung byrji að gjósa á næstu dögum. Íslendingur, sem er strandaglópur á Balí, segist finna fyrir nokkurri hræðslu meðal ferðamanna. Efsta stigs viðvörun var gefin út í dag vegna eldgossins í Agung, en slík viðvörun gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. Um hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín, eða öllum sem búa í tíu kílómetra radíus. Þá hafa flugfélög aflýst ferðum sínum af ótta við öskuský og flugvelli eyjunnar verið lokað. Því eru þúsundir ferðamanna strandaglópar á eyjunni, en Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir er einn þeirra. Vinkonurnar eru í heimsreisu, en fyrirhuguð heimferð er 20. desember nk.„Heimafólkið er nokkuð rólegt. Það eru aðallega ferðamennirnir sem eru svolítið skelkaðir og fólkið sem býr nálægt fjallinu sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Í fyrradag vorum við um tuttugu kílómetrum frá fjallinu og þá sáum við gosmökkinn og þá var voðalega dimmt yfir öllu. Við heyrðum aðeins í drunum úr fjallinu en núna erum við aðeins lengra frá og erum eiginlega bara ekkert varar við gosið,“ segir Elma, sem er nú um fimmtíu kílómetrum frá fjallinu. Elma er í heimsreisu ásamt vinkonu sinni og áttu þær flug í gær til Ástralíu. Flugi þeirra var hins vegar aflýst og segjast þær vona að þetta muni ekki setja ferðaplön þeirra í algjört uppnám. „Það var eitthvað flogið í gær en núna er búið að aflýsa öllu flugi til og frá eyjunni. Við fengum nýtt flug 29. nóvember, en það lítur allt úr fyrir að við þurfum að vera hérna lengur. Eina sem við getum gert er að vona það besta,“ segir Elma. Agung hefur ekki gosið í meira en hálfa öld, en síðast þegar það gerðist, árið 1963, fórust um sextán hundruð manns.
Tengdar fréttir Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15 Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Gosmökkur rís upp í fjögur þúsund metra hæð Gríðarlegan reykjarmökk leggur nú frá eldfjallinu Agung á indónesísku eyjunni Balí en stólparnir hafa náð allt að fjögurra kílómetra hæð. 26. nóvember 2017 08:15
Rúmlega fimm þúsund ferðamenn komast ekki heim sökum eldgossins Rauð viðvörun hefur verið gefin út vegna eldgossins í Agung á Balí en slík viðvörunin gefur til kynna að stórt eldgos sé yfirvofandi og að töluvert öskufall verði vegna þess. 26. nóvember 2017 22:00