Komu á fót vefsíðu sem finnur hagstæðasta húsnæðislánið Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. nóvember 2017 17:00 Ólafur Örn Guðmundsson. Ólafur Örn Guðmundsson „Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána. Húsnæðismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Okkur langaði að auðvelda ferlið við að taka lán og að bera saman lánamöguleika,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson, annar stofnenda fjártæknivefsíðunnar Aurbjargar. Nafnið er orðaleikur og er dregið af orðunum „aur“ og „björg“. Hugmynd og smíð síðunnar er í höndum Ólafs og Þórhildar Jensdóttur, kærustu hans. Uppfærslu er að vænta á síðunni á morgun. „Síðan kom út fyrir tveimur mánuðum og felur hún í raun í sér lánasamanburð. Þetta er ein sameiginleg lánareiknivél. Inni á henni eru allir stærstu húsnæðislánaveitendur landsins þannig að notendur þurfa ekki að fara inn á hverja einustu síðu hjá hverjum einasta lánveitanda til þess að reikna út lánakjörin og bera þau saman. Þú getur síðan reiknað út greiðslubyrði út frá lánsupphæð og lánstíma og fengið niðurstöður sem er raðað frá ódýrasta láninu,“ segir Ólafur.Bæta við samanburði á sparnaðarreikningumUppfærslu er að vænta frá Aurbjörgu fimmtudaginn 30. nóvember en þá verður hægt að nálgast samanburð á vöxtum og kjörum á innlánsvöxtum hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Ólafur segir þetta lið í framtíðarsýn Aurbjargar en stefnt er að frekari uppfærslum á næstu mánuðum. „Við ætlum til dæmis að bera saman kort, farsímagreiðslur og þjónustu tryggingafélaganna. Hugmyndin er að kovera fjármálamarkaðinn í heild.“ Mjög miklar breytingar hafa verið á vöxtum húsnæðislána undanfarið. „Í tilefni þess tókum við saman gagnvirkt graf sem sýnir þróun verðtryggðra húsnæðislána (grunnlán) með breytilegum vöxtum. Á grafinu eru sýndir nokkrir af stærstu lífeyrissjóðum landsins en grafið sýnir mikla lækkun á breytilegum vöxtum húsnæðislána sem hafa lækkað allt að 20 prósent sem af er á þessu ári.“ Hann bendir einnig á að fjármálalæsi hér á landi sé ábótavant og sé hugmyndin að reyna að efla það. „Við sjáum tækifæri og viljum koma á framfæri fróðleik um fjármál. Í nýju uppfærslunni verður flipi sem heitir „Fróðleikur um lán“.“Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem hjálpar þér með fjármálin.aurbjörgViðbrögðin góðHann segir viðbrögð síðunnar hafa verið góð. „Það er greinilega mikil vöntun á svona síðum. Þetta þekkist mjög vel erlendis en svona síða hefur ekki verið til á Íslandi. Það eru til síður [erlendis] eins og moneysupermarket.com sem einfalda fjármálaákvarðanir fyrir neytendur og skapar samkeppni banka – neytendum til hagsbóta.“ Ólafur leggur um þessar mundir stund á mastersnám í verkfræði við DTU háskólann í Kaupmannahöfn ásamt kærustu sinni, Þorhildi Jensdóttur. Þau vinna bæði í síðunni samhliða náminu. Eins og áður segir mun ný uppfærsla líta dagsins ljós þann 30. nóvember en hana má sjá á aurbjorg.isHér fyrir neðan er hægt að sjá gagnvirkt graf á vegum Aurbjargar sem sýnir þróun breytilegra vaxta húsnæðislána.
Húsnæðismál Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira