Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafinn Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2017 14:06 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Kristján Þór Júlíusson mæta til fundarins. Vísir/Vilhelm Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hófst í Valhöll klukkan 13:30. Gera má ráð fyrir að þar verði stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks til umræðu. Fundur flokksráðs Sjálfstæðisflokksins mun svo funda klukkan 16:30. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ekki verið boðað til sérstaks þingflokksfundar meðal Framsóknarmanna, en fundur miðstjórnar flokksins hefst klukkan 20. Þá mun flokksráð Vinstri grænna funda á Grand hótel klukkan 17. Samþykki stofnanir flokkanna sáttmálann má gera ráð fyrir að tillögur formanna flokkanna um ráðherra verði kynnt þingflokkunum á morgun og í kjölfarið verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum þar sem ný ríkisstjórn mun taka við völdum. Fram hefur komið að í stjórnarsáttmálanum komi fram að til standi að hækka fjármagnstekjuskatt á einstaklinga úr 20 prósentum í 22 prósent. Í frétt Kjarnans segir að í sáttmálanum komi jafnframt fram að hvítbók verði skrifuð um endurskipulagningu fjármálakerfisins, fæðingarorlof verði lengt og greiðslur hækkaðar, komu- og brottfarargjöld lögð af, gistináttagjöld renni óskert til sveitarfélaga, auk þess að stofnaður verði sérstakur stöðugleikasjóður. Þá verði skipaðar nefndir úm endurskoðun stjórnarskrár og hvort þörf sé á endurskoðun útlendingalaga.Að neðan má sjá myndir Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara fréttastofu 365, af því þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks mættu til fundar fyrr í dag.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSigríður Andersen og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gyðlfadóttir.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson.Vísir/Vilhelm
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent. 29. nóvember 2017 06:30