Ræddi við Samfylkinguna um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en því var hafnað Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. nóvember 2017 13:28 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kemur til þingflokksfundar í morgun. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir Samfylkinguna hafa hafnað að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þannig sé það nú til skoðunar hjá Vinstri grænum hvort einhver flötur sé á samstarfi með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki en þau samtöl séu enn á óformlegu stigi. Undanfarna dagi hafi í raun allir verið að tala við alla. „Það liggur líka fyrir að þau mál hafa skýrst að við höfum til að mynda átt í samtölum við Samfylkinguna að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin hefur hafnað því. Þannig að við erum þá að horfa á það hvort að það sé einhver flötur á að ræða þá við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Allt er þetta á þessu óformlega stigi þannig að í raun heldur það bara áfram,“ sagði Katrín eftir þingflokksfund VG í morgun. Varðandi óformlegar viðræður flokksins við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sagði Katrín: „Staðan á því máli er í raun og veru sú að við erum að eiga samtöl. Þau samtöl munu halda áfram í dag, það er ekki komið á neitt stig formlegra viðræðna heldur eru bara forsvarsmenn þessara flokka að tala saman.“ Þá væru þær óformlegu viðræður ekki komnar á það stig að flokkarnir séu farnir að raða upp þeim málefnum sem þeir gætu sameinast um. Katrín sagðist jafnframt ekki eiga von á því að einhver af flokksformönnunum þremur fari á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafi fundað í morgun og rætt möguleika á samstarfi bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Píratar og Samfylking vilja hefja stjórnarmyndunarviðræður að nýju við Vinstri græn og Framsóknarflokk og taka Viðreisn nú með í þær viðræður. Þannig er kominn annar valkostur fyrir Katrínu og Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og þá vinstra megin við miðju.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn mættu til funda í fyrsta snjó vetrarins - Myndir 10. nóvember 2017 11:58 Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17 Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar. 10. nóvember 2017 11:17
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45