Óformlegar viðræður halda áfram í dag Þórdís Valsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 10:17 Flokkarnir þrír funduðu í allan gærdag eftir þingflokksfundi þeirra. Vísir Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu halda áfram í dag. Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, staðfesti það við fréttastofu RÚV í morgun. Vísir hefur reynt að ná tali af formönnum flokkanna þriggja í dag, án árangurs. Ekki er víst hvort einhver formannanna muni ganga á fund forseta í dag og óska eftir umboði til stjórnarmyndunar. Flokkarnir funduðu í allan gærdag og Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í gær að það ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort flokkarnir fari í formlegar viðræður. Ef flokkarnir þrír mynda saman ríkisstjórn verða þeir með samtals 35 þingmenn. Samkvæmt Edward H. Huijbens, varaformanni Vinstri grænna, er það ófrávíkjanleg krafa flokksins að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, verði forsætisráðherra ef til formlegra viðræðna kemur. Þetta kom fram í pistli hans til stuðningsmanna Vinstri grænna á Facebook í gær.Sjá meira: Varaformaður VG segir samstarf við D og B versta bitann að kyngjaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer Sjálfstæðisflokkurinn fram á fimm til sex ráðherraembætti í skiptum fyrir forsætið. Möguleg skipting ráðuneyta gæti þá orðið á þann veg að Vinstri græn fái forsætisráðuneytið og tvö önnur að auki, Framsóknarmenn fái tvö til þrjú og Sjálfstæðismenn fimm til sex ráðuneyti. Þingflokkar flokkanna þriggja funduðu snemma í gærmorgun og hófust óformlegu viðræðurnar í kjölfar þess.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52 Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. 10. nóvember 2017 10:52
Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. 10. nóvember 2017 18:30
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Varaformaður VG segir samstarf við D og B „versta bitann að kyngja“ Edward H. Huijbens reynir að lægja öldurnar innan raða Vinstri grænna þar sem sitt sýnist hverjum um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. 10. nóvember 2017 23:09