Hundruð þúsunda krefjast þess að leiðtogar Katalóníu verði frelsaðir Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Vísir/AFP Hundruð þúsunda manna ganga nú um götur Katalóníu og krefjast þess að leiðtogum héraðsins verði sleppt úr fangelsi. Fjöldi háttsettra embættismanna í Katalóníu hafa verið fangelsaðir vegna tilrauna þeirra til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“. AFP fréttaveitan segir lögregluna áætla að um 750 þúsund manns taki þátt í mótmælunum í Barcelona.Samkvæmt frétt Reuters hafa deilur komið upp á milli sjálfstæðisfylkinga í Katalóníu og einnig á milli leiðtoga fylkinganna og grasrótar þeirra. Carme Forcadell, forseta héraðsþings Katalóníu, var sleppt úr fangelsi fyrir helgi. Henni var sleppt eftir að hann samþykkti að afneita sjálfstæðishreyfingunni og mun hún því ekki geta barist fyrir sjálfstæði í kosningunum sem halda á í Katalóníu í desember. Flokki Carles Puigdemont, sem er nú í Belgíu, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegan framboðslista með annarri sjálfstæðisfylkingu og varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, mun leiða flokk sinn, Esquerra Republicana, úr fangelsi. Alls sitja átta meðlimir í ríkisstjórn Katalóníu, sem yfirvöld Spánar hafa fellt niður, í fangelsi. Sex hefur verið sleppt gegn tryggingu og Puigdemont og fjórir aðrir eru í Belgíu að berjast gegn því að vera framseldir til Spánar. Þeir segjast ekki vilja fara þangað þar sem muni ekki fá sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar sem fólkið á yfir höfði sér varða, meðal annars, uppreisn, landráð og valdníðslu.Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“.Vísir/AFP Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hundruð þúsunda manna ganga nú um götur Katalóníu og krefjast þess að leiðtogum héraðsins verði sleppt úr fangelsi. Fjöldi háttsettra embættismanna í Katalóníu hafa verið fangelsaðir vegna tilrauna þeirra til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Mótmælin byrjuðu í Barcelona en dreifðust svo um héraðið. Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“. AFP fréttaveitan segir lögregluna áætla að um 750 þúsund manns taki þátt í mótmælunum í Barcelona.Samkvæmt frétt Reuters hafa deilur komið upp á milli sjálfstæðisfylkinga í Katalóníu og einnig á milli leiðtoga fylkinganna og grasrótar þeirra. Carme Forcadell, forseta héraðsþings Katalóníu, var sleppt úr fangelsi fyrir helgi. Henni var sleppt eftir að hann samþykkti að afneita sjálfstæðishreyfingunni og mun hún því ekki geta barist fyrir sjálfstæði í kosningunum sem halda á í Katalóníu í desember. Flokki Carles Puigdemont, sem er nú í Belgíu, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegan framboðslista með annarri sjálfstæðisfylkingu og varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, mun leiða flokk sinn, Esquerra Republicana, úr fangelsi. Alls sitja átta meðlimir í ríkisstjórn Katalóníu, sem yfirvöld Spánar hafa fellt niður, í fangelsi. Sex hefur verið sleppt gegn tryggingu og Puigdemont og fjórir aðrir eru í Belgíu að berjast gegn því að vera framseldir til Spánar. Þeir segjast ekki vilja fara þangað þar sem muni ekki fá sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar sem fólkið á yfir höfði sér varða, meðal annars, uppreisn, landráð og valdníðslu.Mótmælendurnir veifa fánum Katalóníu og kalla orðið frelsi ítrekað. Einnig hafa mótmælendur sést með borða sem á stendur „SOS Lýðræði“.Vísir/AFP
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22 Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31 Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48 Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00 Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ógildir sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar ógilti í dag sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsþings Katalóníu líkt og búist hafði verið við. 8. nóvember 2017 15:22
Ákæra leiðtoga Katalóna fyrir uppreisn Spænskir saksóknarar hafa tilkynnt um ákærur á hendur leiðtogum héraðsstjórnar Katalóníu sem stóðu að sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins á föstudag. 30. október 2017 12:31
Puigdemont gaf sig fram við lögreglu í Belgíu Fjórir fyrrverandi ráðherrar héraðsstjórnar Katalóníu gáfu sig einnig fram, að því er fréttastofa BBC hefur eftir belgískum saksóknara. 5. nóvember 2017 13:48
Hættulegur glæpamaður eða katalónsk frelsishetja Allra augu beinast að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu. Hann er eftirlýstur og á flótta í Belgíu. 4. nóvember 2017 07:00
Hundruð þúsundir gengu gegn aðskilnaði Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag voru margir sem kölluðu eftir því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, yrði handtekinn. 29. október 2017 22:00