Katrín segir líkur á góðum samningi Sveinn Arnarsson skrifar 13. nóvember 2017 06:00 Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, ganga út í kvöldsvalann eftir langan fund þingflokksins þar sem rætt var um hvort fara eigi í formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um myndun ríkisstjórnar. Enginn botn fékkst í málið sem Katrín segir að verði rætt áfram í dag. vísir/stefán Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þingflokkur VG komst ekki að niðurstöðu á löngum fundi í gær um það hvort hefja ætti formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar. Fundinum verður framhaldið klukkan eitt í dag. Á fundinum kynntu Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, og Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokksins, niðurstöður úr óformlegum viðræðum flokkanna. „Eftir fjögurra tíma fund ákváðum við að fresta fundi. Við erum að fara yfir afrakstur óformlegra viðræðna. Þingmenn þurftu að spyrja spurninga og pæla í þessu. Því er ég að gefa þingflokknum færi á að sofa á þessu og skoða málið í rólegheitum. Síðan verður þetta bara að koma í ljós á morgun,“ segir Katrín sem kveðst vongóð um að hægt sé að landa góðum málefnasamningi við áðurnefnda tvo flokka.Sjá einnig: „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ „Þingflokkurinn stendur frammi fyrir því mati hvort það telji að það sem við höfum kynnt sé líklegt til árangurs í formi viðræðna. Því gaf ég fólki svigrúm til að meta stöðuna til morguns,“ heldur Katrín áfram. „Ég tel að það sé hægt að leggja í þá vegferð að kanna þetta. Mitt mat er að við getum náð góðum málefnasamningi. Ég fer í þetta út frá málefnum, ekki persónulegum sigrum,“ undirstrikar formaður VG. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir þingflokksfundinn í gær sýna svo ekki verður um villst hvílík andstaða sé innan VG um þessa ríkisstjórnarmyndun. „Andstaðan innan flokksins blasir við og því gæti þetta verið erfitt kjörtímabil. Þessi langi fundur gefur einnig til kynna að flokkurinn viti ekki í hvorn fótinn hann eigi að stíga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00 „Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Varaformaður VG: Eiga erfitt með að sjá Bjarna sem ráðherra Varaformaður Vinstri grænna segir að margt þurfi að gerast til að sátt skapist innan flokksins um samstarf við Sjálfstæðisflokk. 11. nóvember 2017 12:00
„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. 12. nóvember 2017 22:31