AMG E63 S hraðasti skutbíllinn kringum Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 16:52 Mercedes AMG E63 S bíllinn á Nürburgring brautinni. Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent
Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent