Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 09:52 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, við upphaf fundarins í morgun. vísir/vilhelm Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokk og Vinstri grænna hófust í morgun þegar forystufólk og fulltrúar flokkanna komu saman til fundar á skrifstofum Framsóknar í húsakynnum Alþingis. Það varð ljóst í gær að flokkarnir þrír myndu fara í formlegar viðræður en á föstudag og laugardag voru þeir í óformlegum viðræðum. Þingflokkarnir samþykktu það allir í gær að hefja formlegar viðræður en mest andstaða er við það innan þingflokks Vinstri grænna þar sem tveir þingmenn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, greiddu atkvæði gegn því að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þá er jafnframt þó nokkur andstaða við það í grasrót VG að fara í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Enginn fer með formlegt stjórnarmyndunarumboð en Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í gær að lagt væri upp með það að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, yrði forsætisráðherra ef af ríkisstjórn flokkanna þriggja verður. Það má því gera ráð fyrir því að hún leiði viðræður flokkanna. Í tilkynningu frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær kom fram að hann byggist við því að það lægi fyrir í lok vikunnar hvort flokkunum þremur tekst að ná saman um myndun ríkisstjórnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30 Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna í dag Fyrsti fundur formlegra stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðiflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er í dag. 14. nóvember 2017 08:30
Óbreytt staða í skattamálum Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið. 14. nóvember 2017 06:00